| Sf. Gutt

Af stórkeppnum

Útsláttarkeppni Afríku- og Asíumótanna er komin í gang. Annar fulltrúi Liverpool heldur áfram en hinn er úr leik. Mótin halda svo áfram með átta liða úrslitum. 


Í Afríkukeppninni lauku Egyptar keppni eftir að hafa tapað fyrir Kongó síðasta sunnudag. Liðin skildu jöfn 1:1 en Kongó vann 8:7 í vítakeppni. Mohamed Salah var ekki með frekar en í síðustu umferð riðlakeppninnar. Eftir hana  kom hann heim til Liverpool í sjúkraþjálfun. 

Þess má geta að Afríkumeistarar Senegal, sem unnu Egypta síðast í úrslitum, féllu líka úr leik. Senegal og Fílabeinsströndin gerðu 1:1 jafntefli en meistararnir töpuðu 5:4 í vítakeppni. Sadio Mané skoraði úr sinni spyrnu.

Á miðvikudaginn komst Japan áfram í átta liða úrslit eftir 3:1 sigur á Barein. Wataru Endo leiddi Japan að venju og spilaði vel á miðjunni. Japanir mæta næst Írönum. Meistararnir frá Katar eru enn með í keppninni.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan