| Sf. Gutt
Síðbúið sigurmark Darwin Núnez á City Ground í Nottingham tryggði stöðu Liverpool í toppsæti deildarinnar. Enn einu sinni sótti Rauði herinn sigur á allra síðustu stundu. Þessi 0:1 sigur á Nottingham Forest verður lengi í minnum hafður!
Það hafði fækkað um tvo á meiðslalistanum illræmda fyrir leikinn og tími til kominn. Darwin Núnez og Dominik Szoboszlai hófu ekki leikinn en voru á bekknum. Hinn ungi Bobby Clark hélt sæti sínu í byrjunarliðinu frá því á móti Southampton. Divock Origi og Nico Williams hófu leikinn gegn sínu gamla félagi.
Það var mikið undir á City Ground. Liverpool í toppbaráttunni og Nottingham Forest að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Mikil stemmnig var á vellinum þegar flautað var til leiks. Eftir stundarfjórðung slapp Divock fram völlinn og þrumaði að marki utan vítateigs en boltinn fór rétt framhjá. Um átta mínútum seinna slapp Anthony Elanga fram og komst inn í vítateiginn. Allt útlit var á marki en Caoimhin Kelleher kom út á móti og varði með því að reka út vinstri fótinn. Frábærlega gert hjá Íranum.
Liverpool gekk illa að skapa opin færi og það var ekki fyrr en á 27. mínútu sem einhver alvöru ógn skapaðist við mark Forest. Eftir sókn frá hægri fengu fyrst Bobby Clark og svo Luis Díaz skotfæri í vítateignum en varnarmenn björguðu í bæði skiptin. Heimamenn ætluðu svo sannarlega að fórna sér fyrir málstaðinn. Markalaust í leikhléi.
Sama baráttan hélt áfram eftir hlé. Eftir fimm mínútur sótti Liverpool fram hægri kantinn. Boltinn kom yfir til vinstri þar sem Andrew Robertson fékk hann og skaut að marki en aftur eins og fyrir hlé bjargaði varnarmaður við marklínuna.
Á 60. mínútu komu Darwin Núnez og Wataru Endo inn fyrir Andrew og Bobby. Fimm mínútum seinna fór Divock af velli og annar fyrrum leikmaður Liverpool, Taiwo Awoniyi, kom í hans stað. Mínútu seinna fékk Forest enn eitt færið. Boltinn kom til Anthony í vítateignum. Hann náði skoti á markið en boltinn fór hárfínt framhjá.
Sókn Liverpool varð beittari eftir að Darwin kom inn á. Hann lagði upp færi fyrir Cody Gakpo á 70. mínútu en Hollendingurinn skaut í hliðarnetið. Hann hefði betur lagt boltann á Darwin sem var frír við hliðina á honum. Stundarfjórðungi fyrir leikslok kom Dominik Szoboszlai inn.
Þegar komið var fram í viðbótartíma, sem var átta mínútur, fékk Liverpool horn. Kostas Tsimikas, sem kom inn sem varamaður, sendi fyrir. Boltinn skaust af heimamanni og stefndi í markið en markmaður Forest gerði vel í að verja á línunni. Boltinn gekk marka á milli í viðbótartímanum. Þegar tíminn var við að renna út fékk Liverpool horn hægra megin. Mikill atgangur fylgdi. Kostas negldi að marki en varnarmaður komst fyrir. Leikmaður Forest reyndi að leika út úr teignum en Wataru þrengdi að manninum sem missti boltann. Alexis Mac Allister fékk boltann rétt utan við vítateiginn. Hann sneri til vinstri, leit upp og sendi svo boltann fyrir á Darwin sem náði að stökkva upp og stýra boltanum með höfðinu neðst út í vinstra hornið. Allt trylltist!
Stuðningsmenn Liverpool voru fyrir aftan markið sem Darwin skoraði í. Leikmenn Liverpool hlupu í átt að þeim og fögnuðu fyrir framan þá. Enn sinu sinni hafði Liverpol tekist að hverja fram sigur og í þetta sinn á allra síðustu stundu! Markið skráðist á níundu mínútu viðbótartímans. Leikurinn hélt aðeins áfram eftir miðju Forest en sigurinn féll Liverpool í skaut.
Þegar flautað var til leiksloka þyrptust leikmenn og þjálfaralið Forest að dómurunum og höfðu yfir ýmsu að kvarta. Þeir töldu viðbótartímann liðinn þegar skorað var en staðreyndin var sú að leikurinn stoppaði einu sinni í viðbótartímanum þegar þeir Caoimhin Kelleher og Ibrahima Konaté rákust saman. Þar með bættist við tímann. En annað kvörtunarefni snerist um að þegar leikurinn var stöðvaður vegna höfuðmeiðsla Ibrahima var Forest með boltann. Dómarinn hefði átt að láta Forest fá boltann en þess í stað lét hann leikinn hefjast við mark Liverpool þar sem þeir Caoimhin og Ibrahima rákust saman. Augljós mistök sem auðvitað höfðu áhrif á framhaldið. Reyndar ekki á þann veg að Liverpool skoraði því markið kom tveimur mínútum seinna.
Liverpool spilaði ekki vel í leiknum og Nottingham Forest gerði þeim mjög erfitt fyrir. En eins og leikmenn Liverpool eru aldir upp við var haldið áfram að berjast þar til yfir lauk. Það skilaði dýrmætum og nauðsynlegum sigri!
Nottingham Forest: Sels, N Williams, Omobamidele, Santiago Costa dos Santos, Toffolo, Domínguez (Danilo 79. mín.), Yates, Origi (Awoniyi 65. mín.), Gibbs-White, Hudson-Odoi og Elanga. Ónotaðir varamenn: Turner, Sangaré, Kouyaté, Felipe, Niakhaté, Duarte Ribeiro og Gardner.
Gul spjöld: Danilo og Felipe.
Liverpool: Kelleher, Bradley (Tsimikas 84. mín.), Konaté, van Dijk, Robertson (Núnez 60. mín.), Mac Allister, Gomez, Clark (Endo 60. mín.), Elliott (Szoboszlai 76. mín.), Gakpo (Danns 84. mín.) og Díaz. Ónotaðir varamenn: Adrián, McConnell, Koumas og Quansah.
Mark Liverpool: Darwin Núnez (90. mín.):
Gul spjöld: Andrew Robertson og Jayden Danns
Áhorfendur á City Ground: 29.603.
Maður leiksins: Darwin Núnez. Það kemur ekki annað til mála en að velja Darwin fyrir að skora sigurmarkið! Þar fyrir utan bætti hann sóknarleik Liverpool eftir að hann kom inn á.
Jürgen Klopp: ,,Fjórir leikir á ellefu dögum er alveg bilað. Eða þá fimm á fimmtán. Það er rosalega erfitt. Undir öllum kringumstæðum er það erfitt en með stöðuna á liðshópnum okkar er það yfirmáta erfitt. Það var alveg einstakt hvernig strákarnir börðust þar til yfir lauk."
- Darwin Núnez skoraði 13. mark sitt á leiktíðinni.
- Markið var númer 21 sem varamaður skorar á sparktíðinni. Það er jöfnun á félagsmeti.
- Markið var númer 199 sem Liverpool skorar á móti Nottingham Forest í öllum keppnum.
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpool á City Ground frá því í október 1984. Liverpool vann þá 0:2.
- Liverpool vann þar í FA bikarnum á þarsíðustu leiktíð.
TIL BAKA
Sigurmark á allra síðustu stundu!
Síðbúið sigurmark Darwin Núnez á City Ground í Nottingham tryggði stöðu Liverpool í toppsæti deildarinnar. Enn einu sinni sótti Rauði herinn sigur á allra síðustu stundu. Þessi 0:1 sigur á Nottingham Forest verður lengi í minnum hafður!
Það hafði fækkað um tvo á meiðslalistanum illræmda fyrir leikinn og tími til kominn. Darwin Núnez og Dominik Szoboszlai hófu ekki leikinn en voru á bekknum. Hinn ungi Bobby Clark hélt sæti sínu í byrjunarliðinu frá því á móti Southampton. Divock Origi og Nico Williams hófu leikinn gegn sínu gamla félagi.
Það var mikið undir á City Ground. Liverpool í toppbaráttunni og Nottingham Forest að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Mikil stemmnig var á vellinum þegar flautað var til leiks. Eftir stundarfjórðung slapp Divock fram völlinn og þrumaði að marki utan vítateigs en boltinn fór rétt framhjá. Um átta mínútum seinna slapp Anthony Elanga fram og komst inn í vítateiginn. Allt útlit var á marki en Caoimhin Kelleher kom út á móti og varði með því að reka út vinstri fótinn. Frábærlega gert hjá Íranum.
Liverpool gekk illa að skapa opin færi og það var ekki fyrr en á 27. mínútu sem einhver alvöru ógn skapaðist við mark Forest. Eftir sókn frá hægri fengu fyrst Bobby Clark og svo Luis Díaz skotfæri í vítateignum en varnarmenn björguðu í bæði skiptin. Heimamenn ætluðu svo sannarlega að fórna sér fyrir málstaðinn. Markalaust í leikhléi.
Sama baráttan hélt áfram eftir hlé. Eftir fimm mínútur sótti Liverpool fram hægri kantinn. Boltinn kom yfir til vinstri þar sem Andrew Robertson fékk hann og skaut að marki en aftur eins og fyrir hlé bjargaði varnarmaður við marklínuna.
Á 60. mínútu komu Darwin Núnez og Wataru Endo inn fyrir Andrew og Bobby. Fimm mínútum seinna fór Divock af velli og annar fyrrum leikmaður Liverpool, Taiwo Awoniyi, kom í hans stað. Mínútu seinna fékk Forest enn eitt færið. Boltinn kom til Anthony í vítateignum. Hann náði skoti á markið en boltinn fór hárfínt framhjá.
Sókn Liverpool varð beittari eftir að Darwin kom inn á. Hann lagði upp færi fyrir Cody Gakpo á 70. mínútu en Hollendingurinn skaut í hliðarnetið. Hann hefði betur lagt boltann á Darwin sem var frír við hliðina á honum. Stundarfjórðungi fyrir leikslok kom Dominik Szoboszlai inn.
Þegar komið var fram í viðbótartíma, sem var átta mínútur, fékk Liverpool horn. Kostas Tsimikas, sem kom inn sem varamaður, sendi fyrir. Boltinn skaust af heimamanni og stefndi í markið en markmaður Forest gerði vel í að verja á línunni. Boltinn gekk marka á milli í viðbótartímanum. Þegar tíminn var við að renna út fékk Liverpool horn hægra megin. Mikill atgangur fylgdi. Kostas negldi að marki en varnarmaður komst fyrir. Leikmaður Forest reyndi að leika út úr teignum en Wataru þrengdi að manninum sem missti boltann. Alexis Mac Allister fékk boltann rétt utan við vítateiginn. Hann sneri til vinstri, leit upp og sendi svo boltann fyrir á Darwin sem náði að stökkva upp og stýra boltanum með höfðinu neðst út í vinstra hornið. Allt trylltist!
Stuðningsmenn Liverpool voru fyrir aftan markið sem Darwin skoraði í. Leikmenn Liverpool hlupu í átt að þeim og fögnuðu fyrir framan þá. Enn sinu sinni hafði Liverpol tekist að hverja fram sigur og í þetta sinn á allra síðustu stundu! Markið skráðist á níundu mínútu viðbótartímans. Leikurinn hélt aðeins áfram eftir miðju Forest en sigurinn féll Liverpool í skaut.
Þegar flautað var til leiksloka þyrptust leikmenn og þjálfaralið Forest að dómurunum og höfðu yfir ýmsu að kvarta. Þeir töldu viðbótartímann liðinn þegar skorað var en staðreyndin var sú að leikurinn stoppaði einu sinni í viðbótartímanum þegar þeir Caoimhin Kelleher og Ibrahima Konaté rákust saman. Þar með bættist við tímann. En annað kvörtunarefni snerist um að þegar leikurinn var stöðvaður vegna höfuðmeiðsla Ibrahima var Forest með boltann. Dómarinn hefði átt að láta Forest fá boltann en þess í stað lét hann leikinn hefjast við mark Liverpool þar sem þeir Caoimhin og Ibrahima rákust saman. Augljós mistök sem auðvitað höfðu áhrif á framhaldið. Reyndar ekki á þann veg að Liverpool skoraði því markið kom tveimur mínútum seinna.
Liverpool spilaði ekki vel í leiknum og Nottingham Forest gerði þeim mjög erfitt fyrir. En eins og leikmenn Liverpool eru aldir upp við var haldið áfram að berjast þar til yfir lauk. Það skilaði dýrmætum og nauðsynlegum sigri!
Nottingham Forest: Sels, N Williams, Omobamidele, Santiago Costa dos Santos, Toffolo, Domínguez (Danilo 79. mín.), Yates, Origi (Awoniyi 65. mín.), Gibbs-White, Hudson-Odoi og Elanga. Ónotaðir varamenn: Turner, Sangaré, Kouyaté, Felipe, Niakhaté, Duarte Ribeiro og Gardner.
Gul spjöld: Danilo og Felipe.
Liverpool: Kelleher, Bradley (Tsimikas 84. mín.), Konaté, van Dijk, Robertson (Núnez 60. mín.), Mac Allister, Gomez, Clark (Endo 60. mín.), Elliott (Szoboszlai 76. mín.), Gakpo (Danns 84. mín.) og Díaz. Ónotaðir varamenn: Adrián, McConnell, Koumas og Quansah.
Mark Liverpool: Darwin Núnez (90. mín.):
Gul spjöld: Andrew Robertson og Jayden Danns
Áhorfendur á City Ground: 29.603.
Maður leiksins: Darwin Núnez. Það kemur ekki annað til mála en að velja Darwin fyrir að skora sigurmarkið! Þar fyrir utan bætti hann sóknarleik Liverpool eftir að hann kom inn á.
Jürgen Klopp: ,,Fjórir leikir á ellefu dögum er alveg bilað. Eða þá fimm á fimmtán. Það er rosalega erfitt. Undir öllum kringumstæðum er það erfitt en með stöðuna á liðshópnum okkar er það yfirmáta erfitt. Það var alveg einstakt hvernig strákarnir börðust þar til yfir lauk."
Fróðleikur
- Darwin Núnez skoraði 13. mark sitt á leiktíðinni.
- Markið var númer 21 sem varamaður skorar á sparktíðinni. Það er jöfnun á félagsmeti.
- Markið var númer 199 sem Liverpool skorar á móti Nottingham Forest í öllum keppnum.
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpool á City Ground frá því í október 1984. Liverpool vann þá 0:2.
- Liverpool vann þar í FA bikarnum á þarsíðustu leiktíð.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan