| Sf. Gutt

Af spjöldum sögunnar!

The Three Scots celebrating on the cover of Shoot!

Þessa dagana er 41 ár liðið frá því Liverpool braut blað í ensku knattspyrnunni. Liðið varð þá fyrst liða til að vinna stórtitil á Englandi fjögur ár í röð.

Þann 28. mars 1984 vann Liverpool 1:0 sigur á Everton í aukaleik liðanna í úrslitum Deildarbikarsins. Liverpool hafði þar með unnið Deildarbikarinn fjögur ár í röð.

Liverpool og Everton leiddu saman hesta sína á Maine Road í Manchester eftir að liðin höfðu skilið án marka á Wembley. Liverpool vann 1:0 sigur í hörkuleik. Graeme Souness, fyrirliði Liverpool, skoraði markið með föstu langskoti á 21. mínútu.

The goal that kopped the cup!

Graeme rifjaði seinna upp markið. ,,Aukaleikurinn var tilþrifalítill en hann var eftirminnilegur fyrir mig því ég skoraði. Boltinn kom til mín en ég náði ekki almennilegu valdi á honum. Ég sneri baki í markið og slengdi fæti í boltann. Boltinn lækkaði skyndilega flugið rétt fyrir framan Neville Southall og hafnaði í markinu."

Joe Fagan stýrði Liverpool á sínu fyrsta keppnistímabili. Deildarbikarinn var fyrsti titill af þremur sem Liverpool vann undir stjórn Joe á leiktíðinni 1983/84. Það var sögulegt afrek. 

Á efstu myndinni eru þeir Alan Hansen, Kenny Dalglish og Graeme Souness með bikarinn sem var veittur fyrir sigur í Deildarbikarnum á árunum 1982, 1983 og 1984. Liverpool vann hann til eignar með sigrinum 1984.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan