| Sf. Gutt
Liverpool er í öðru sæti deildinnar eftir leiki helgarinnar. Liðið missti sigur úr höndum sér á Old Trafford þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við Manchester United. Lengst af hafði Liverpool mikla yfirburði. Liverpool og Arsenal eru jöfn að stigum í efsta sæti en markatala Arsenal er betri. Manchester City er svo stigi á eftir.
Joe Gomez, Ibrahima Konaté og Ryan Gravenberch viku úr byrjunarliðinu frá sigrinum á Sheffield United. Í þeirra stað komu þeir Andrew Robertson, Jarell Quansah og Wataru Endo.
Eins og allir muna mættust þessi lið á sama stað í FA bikarnum fyrr nokkrum vikum. Í þeim leik hafði Liverpool mikla yfirburði á köflum en samt endaði elikurinn með tapi. Bæði Arsenal og Manchester City unnu í gær svo Liverpool varð að vinna til að halda efsta sætinu í deildinni. Liverpool byrjaði þennan leik vel og á 2. mínútu lagði Mohamed Salah upp skotfæri fyrir Darwin Núnez en André Onana varði vel.
Heimamenn bættu í en eftir fyrsta stundarfjórðunginn tók Liverpool öll völd. Hvað eftir annað spiluðu leikmenn Liverpool sig í góðar stöður og færi. Það kom því ekki á óvart að Liverpool kæmist yfir á 23. mínútu. Andrew Robertson tók horn frá hægri. Darwin skallaði boltann til vinstri og rétt utan við markteiginn var Luis Díaz mættur til að smella boltanum í markið.
Yfirburðir Liverpool voru ótrúlegir. Á 33. mínútu sendi Luis á Mohamed eftir hraða sókn en André varði frá Egyptanum. Nokkrum andartökum seinna upp úr horni varði André aftur frá Mohamed. Ekki leið löng stund þar til Moahmed fékk þriðja skotfærið. Eftir hraðaupphlaup lagði Dominik Szoboszlai boltann á Mohamed en nú skaut Egyptinn yfir.
Liverpool með öll völd en bara eitt mark í forystu í hálfleik. Í raun hefði Liverpool átt að vera þremur mörkum yfir miðað við yfirburðina sem liðið hafði.
Eftir fimm mínútur í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn. Markið kom eins mikið upp úr þurru og hægt var að hugsa sér. Jarell Quansah ætlaði í rólegheitum að senda þversendingu rétt aftan við miðjuna. Hann sá ekki Bruno Fernandes sem var fljótur að átta sig og náði að skjóta boltanum yfir Caoimhin Kelleher í markinu. Hroðaleg mistök hjá ungliðanum en framherjar Liverpool hefðu átt að vera búnir að koma Liverpool í örugga stöðu í fyrri hálfleik. Eins marks forysta er alltaf tæp þó liði hafi yfirburði. Þetta var fyrsta marktilraun United sem hafði hitt markið fram að þessu!
Fimm mínútum seinna náði Liverpool hraðaupphlaupi. Spilið gekk vel og Darwin fékk síðustu sendinguna við markteiginn vinstra megin. En hann hitti ekki boltann almennilega og heimamenn björguðu. Eins hefði hann getað gefið á félaga sinn sem fylgdi. Hrikalega farið með gott færi enn og aftur.
Heimamenn færðu sig örlítið upp á skaftið og á 67. mínútu fékk Kobbie Mainoo boltann inn í vítateiginn. Hann náði að snúa sér við vinstra megin og skjóta góðu bogaskoti út í fjærhornið. Manchester United komið yfir sem var út í hött miðað við gang leiksins. Í raun hafði liðið varla komist inn í vítateig Liverpool fram að þessu!
Leikmenn Liverpool voru slegnir út af laginu en smá saman náðu þeir áttum á nýjan leik og náðu fyrri yfirburðum. Á 79. mínútu átti Luis skot sem var varið. Mohamed náði frákasinu en skaut yfir. Enn og aftur færi í súginn. En sókn Liverpool bar árangur sex mínútum fyrir leikslok. Varamaðurinn Harvey Eliott braust inn í vítateiginn þar sem Aaron Wan-Bissaka felldi hann. Mohamed tók vítið og skoraði af miklu öryggi. Staðan jöfn.
Barist var til leiksloka. Í viðbótartímanum fengu bæði lið færi. Andrew skallaði fyrir markið á Luis en hann skaut yfir af stuttu færi. Reyndar var svolítið erfitt að taka við boltanum en samt mjög gott færi. Antony komst inn í vítateiginn hinu megin en Caoimhin varði af öryggi. Á lokaandartökunum fékk Liverpool aukaspyrnu vinstra megin. Boltinn endaði hjá Harvey en skot hans fór beint á markmanninn. Kannski dæmigert að leikurinn hafi endað með markskoti Liverpool!
Það var í raun lygilegt að Liverpool skyldi ekki vinna öruggan sigur í leiknum. Yfirburðir liðsins voru með hreinum ólikindum á löngum köflum. En eins og í bikarleiknum á sama stað fyrir nokkrum vikum gerði Liverpool ekki út um leikinn þegar tækifæri gáfust og það var nóg af þeim. Arsenal er nú með yfirhöndina í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn þegar líður að lokum móts. En það er ekki allt búið enn!
TIL BAKA
Sigur fór forgörðum
Joe Gomez, Ibrahima Konaté og Ryan Gravenberch viku úr byrjunarliðinu frá sigrinum á Sheffield United. Í þeirra stað komu þeir Andrew Robertson, Jarell Quansah og Wataru Endo.
Eins og allir muna mættust þessi lið á sama stað í FA bikarnum fyrr nokkrum vikum. Í þeim leik hafði Liverpool mikla yfirburði á köflum en samt endaði elikurinn með tapi. Bæði Arsenal og Manchester City unnu í gær svo Liverpool varð að vinna til að halda efsta sætinu í deildinni. Liverpool byrjaði þennan leik vel og á 2. mínútu lagði Mohamed Salah upp skotfæri fyrir Darwin Núnez en André Onana varði vel.
Heimamenn bættu í en eftir fyrsta stundarfjórðunginn tók Liverpool öll völd. Hvað eftir annað spiluðu leikmenn Liverpool sig í góðar stöður og færi. Það kom því ekki á óvart að Liverpool kæmist yfir á 23. mínútu. Andrew Robertson tók horn frá hægri. Darwin skallaði boltann til vinstri og rétt utan við markteiginn var Luis Díaz mættur til að smella boltanum í markið.
Yfirburðir Liverpool voru ótrúlegir. Á 33. mínútu sendi Luis á Mohamed eftir hraða sókn en André varði frá Egyptanum. Nokkrum andartökum seinna upp úr horni varði André aftur frá Mohamed. Ekki leið löng stund þar til Moahmed fékk þriðja skotfærið. Eftir hraðaupphlaup lagði Dominik Szoboszlai boltann á Mohamed en nú skaut Egyptinn yfir.
Liverpool með öll völd en bara eitt mark í forystu í hálfleik. Í raun hefði Liverpool átt að vera þremur mörkum yfir miðað við yfirburðina sem liðið hafði.
Eftir fimm mínútur í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn. Markið kom eins mikið upp úr þurru og hægt var að hugsa sér. Jarell Quansah ætlaði í rólegheitum að senda þversendingu rétt aftan við miðjuna. Hann sá ekki Bruno Fernandes sem var fljótur að átta sig og náði að skjóta boltanum yfir Caoimhin Kelleher í markinu. Hroðaleg mistök hjá ungliðanum en framherjar Liverpool hefðu átt að vera búnir að koma Liverpool í örugga stöðu í fyrri hálfleik. Eins marks forysta er alltaf tæp þó liði hafi yfirburði. Þetta var fyrsta marktilraun United sem hafði hitt markið fram að þessu!
Fimm mínútum seinna náði Liverpool hraðaupphlaupi. Spilið gekk vel og Darwin fékk síðustu sendinguna við markteiginn vinstra megin. En hann hitti ekki boltann almennilega og heimamenn björguðu. Eins hefði hann getað gefið á félaga sinn sem fylgdi. Hrikalega farið með gott færi enn og aftur.
Heimamenn færðu sig örlítið upp á skaftið og á 67. mínútu fékk Kobbie Mainoo boltann inn í vítateiginn. Hann náði að snúa sér við vinstra megin og skjóta góðu bogaskoti út í fjærhornið. Manchester United komið yfir sem var út í hött miðað við gang leiksins. Í raun hafði liðið varla komist inn í vítateig Liverpool fram að þessu!
Leikmenn Liverpool voru slegnir út af laginu en smá saman náðu þeir áttum á nýjan leik og náðu fyrri yfirburðum. Á 79. mínútu átti Luis skot sem var varið. Mohamed náði frákasinu en skaut yfir. Enn og aftur færi í súginn. En sókn Liverpool bar árangur sex mínútum fyrir leikslok. Varamaðurinn Harvey Eliott braust inn í vítateiginn þar sem Aaron Wan-Bissaka felldi hann. Mohamed tók vítið og skoraði af miklu öryggi. Staðan jöfn.
Barist var til leiksloka. Í viðbótartímanum fengu bæði lið færi. Andrew skallaði fyrir markið á Luis en hann skaut yfir af stuttu færi. Reyndar var svolítið erfitt að taka við boltanum en samt mjög gott færi. Antony komst inn í vítateiginn hinu megin en Caoimhin varði af öryggi. Á lokaandartökunum fékk Liverpool aukaspyrnu vinstra megin. Boltinn endaði hjá Harvey en skot hans fór beint á markmanninn. Kannski dæmigert að leikurinn hafi endað með markskoti Liverpool!
Það var í raun lygilegt að Liverpool skyldi ekki vinna öruggan sigur í leiknum. Yfirburðir liðsins voru með hreinum ólikindum á löngum köflum. En eins og í bikarleiknum á sama stað fyrir nokkrum vikum gerði Liverpool ekki út um leikinn þegar tækifæri gáfust og það var nóg af þeim. Arsenal er nú með yfirhöndina í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn þegar líður að lokum móts. En það er ekki allt búið enn!
Manchester United:
Mörk Manchester United: Bruno Fernandes (50. mín.) og Kobbie Mainoo (67. mín.).
Gul spjöld: Willy Kambwala, André Onana, Mason Mount, Antony og Casemiro.
Liverpool:
Mörk Liverpool: Luis Díaz (23. mín.) og Mohamed Salah, víti, (84. mín.).
Gul spjöld: Conor Bradley og Curtis Jones.
Áhorfendur á Old Trafford: Ekki vitað.
Maður leiksins: Luis Díaz var óþreytandi líkt og fyrri daginn. Vissulega hefði hann átt að skora fleiri mörk en hann var alltaf að og reyndi að ógna við hvert tækifæri.
Jürgen Klopp: ,,Vissulega á lið að vinna leik sem það hafði svona mikla yfirburði í. En við höfum nógu lengi fylgst með fótbolta til að vita að yfirburðir tryggja ekki sigur. Yfirburðir í leikjum þýða bara að lið eiga að vinna leiki en úrslitin geta oft orðið önnur."
- Luis Díaz skoraði 13. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Mohamed Salah skoraði í 23. sinn á leiktíðinni.
- Hann varð með markinu fyrstur manna til að skora í fjórum heimsóknum í röð á Old Trafford.
- Markið hans Mohamed var númer 700 í deildinni á valdatíð Jürgen Klopp.
- Liverpool hefur nú fengið fleiri stig í deildinni en á allri síðustu leiktíð.
Mörk Manchester United: Bruno Fernandes (50. mín.) og Kobbie Mainoo (67. mín.).
Gul spjöld: Willy Kambwala, André Onana, Mason Mount, Antony og Casemiro.
Liverpool:
Mörk Liverpool: Luis Díaz (23. mín.) og Mohamed Salah, víti, (84. mín.).
Gul spjöld: Conor Bradley og Curtis Jones.
Áhorfendur á Old Trafford: Ekki vitað.
Maður leiksins: Luis Díaz var óþreytandi líkt og fyrri daginn. Vissulega hefði hann átt að skora fleiri mörk en hann var alltaf að og reyndi að ógna við hvert tækifæri.
Jürgen Klopp: ,,Vissulega á lið að vinna leik sem það hafði svona mikla yfirburði í. En við höfum nógu lengi fylgst með fótbolta til að vita að yfirburðir tryggja ekki sigur. Yfirburðir í leikjum þýða bara að lið eiga að vinna leiki en úrslitin geta oft orðið önnur."
Fróðleikur
- Luis Díaz skoraði 13. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Mohamed Salah skoraði í 23. sinn á leiktíðinni.
- Hann varð með markinu fyrstur manna til að skora í fjórum heimsóknum í röð á Old Trafford.
- Markið hans Mohamed var númer 700 í deildinni á valdatíð Jürgen Klopp.
- Liverpool hefur nú fengið fleiri stig í deildinni en á allri síðustu leiktíð.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan