| Sf. Gutt
Nú er landsleikjahlé í efstu deild kvenna á Englandi og víðar. Þá gefst gott tækifæri til að líta á stöðu mála hjá kvennaliði Liverpool.
Liverpool hefur spilað fimm deildarleiki frá því staða mála var skoðuð síðast. Seinni partinn í febrúar vann Liverpool útisigur 0:1 í Brighton. Ceri Holland skoraði markið. Fyrsti leikurinn í mars var líka útileikur og nú vann Liverpool góðan sigur á Aston Villa 1:4. Annar sterkur sigur vannst í næsta leik. Liverpool vann þá West Ham United 3:1 á heimavelli.
Næst á dagskrá var grannaslagur við Everton á Goodison Park. Ekkert mark var skorað í hörkuleik. Rúmlega 9.000 áhorfendur komu á leikinn. Í síðasta leik fyrir landsleikjahlé fór illa. Liverpool fékk Manchester City í heimsókn. Toppliðið vann öruggan sigur 1:4.
Sem stendur leiðir Manchester City deildina með 46 stig. Chelsea er þremur stigum á eftir en á leik til góða. Liverpool er í fimmta sæti með 29 stig eftir 18 leiki. Í deildinni eru 12 lið. Fjórar umferðir eru eftir.
Liverpool féll úr FA bikarnum fyrir Leicester City. Refirnir unnu kannski frekar óvæntan sigur 0:2 í Liverpool. Þar með lauk bikarkeppnunum hjá Liverpool á leiktíðinni.
Í sambandi við bikarkeppnir má nefna að Arsenal vann, um daginn, Deildarbikarinn. Liðið lagði Chelsea að velli í úrslitum 1:0.
TIL BAKA
Af kvennaliðinu
Nú er landsleikjahlé í efstu deild kvenna á Englandi og víðar. Þá gefst gott tækifæri til að líta á stöðu mála hjá kvennaliði Liverpool.
Liverpool hefur spilað fimm deildarleiki frá því staða mála var skoðuð síðast. Seinni partinn í febrúar vann Liverpool útisigur 0:1 í Brighton. Ceri Holland skoraði markið. Fyrsti leikurinn í mars var líka útileikur og nú vann Liverpool góðan sigur á Aston Villa 1:4. Annar sterkur sigur vannst í næsta leik. Liverpool vann þá West Ham United 3:1 á heimavelli.
Næst á dagskrá var grannaslagur við Everton á Goodison Park. Ekkert mark var skorað í hörkuleik. Rúmlega 9.000 áhorfendur komu á leikinn. Í síðasta leik fyrir landsleikjahlé fór illa. Liverpool fékk Manchester City í heimsókn. Toppliðið vann öruggan sigur 1:4.
Sem stendur leiðir Manchester City deildina með 46 stig. Chelsea er þremur stigum á eftir en á leik til góða. Liverpool er í fimmta sæti með 29 stig eftir 18 leiki. Í deildinni eru 12 lið. Fjórar umferðir eru eftir.
Liverpool féll úr FA bikarnum fyrir Leicester City. Refirnir unnu kannski frekar óvæntan sigur 0:2 í Liverpool. Þar með lauk bikarkeppnunum hjá Liverpool á leiktíðinni.
Í sambandi við bikarkeppnir má nefna að Arsenal vann, um daginn, Deildarbikarinn. Liðið lagði Chelsea að velli í úrslitum 1:0.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan