Fabio Carvalho seldur
Ferill Fabio Carvalho hjá Liverpool er á enda. Hann hefur verið seldur. Sala hans kemur kannski aðeins á óvart því honum gekk vel á undirbúningstímabilinu. Hann skoraði tvö mörk og spilaði vel.
Fabio, sem verður 23. ára nú 30. ágúst, er nú orðinn leikmaður Brentford. Liverpool fær 22 og hálfa milljón sterlingspunda fyrir hann. Ákvæði í samningnum geta komið kaupverðinu upp um fimm milljónir. Liverpool fær svo 17,5 % af hugsanlegu söluverði Portúgalans ef Brentford selur hann.
Fabio kom til Liverpool frá Fulham sumarið 2022. Liverpool borgaði fimm milljónir fyrir hann. Fulham fær nú 20% af kaupverði Brentford þegar upphæðin sem Liverpool borgaði hefur verið dregin frá.
Fabio gekk býsna vel á fyrstu leiktíð sinni, spilaði 21 leik og skoraði þrjú mörk. Hann varð Skjaldarhafi í fyrsta leik sínum með Liverpool. Á síðasta keppnistímabili var hann lánaður til Red Bull Leipzig. Honum gekk ekki nógu vel þar og kom aftur heim til Liverpool á miðri leiktíð. Hann staldraði stutt við og var lánaður til Hull City. Þar gekk honum mun betur.
Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Fabio Carvalho fyrir framlag sitt hjá félaginu. Um leið er honum óskað góðs gengis.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!