Landsleikjafréttir
Fyrstu landsleikjahrotu haustsins er lokið. Mohamed Salah náði merkum áfanga. Leikmaður Liverpool var besti maður sinnar þjóðar annan leikinn í röð.
Mohamed Salah spilaði 100. landsleik sinn fyrir hönd Egyptalands. Ekki kom á óvart að hann skyldi skora. Egyptar unnu Botsvana 4:0. Markið var númer 58 fyrir landsliðið.
Ibrahima Konaté var varamaður þegar Frakkar unnu Belga 2:0 á mánudagskvöldið.
Lewis Koumas var í byrjunarliði Wales sem vann góðan 1:2 sigur í Svartfjallalandi. Owen Beck var varamaður. Harry Wilson, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði annað mark Veilsverja. Nico Williams spilaði en Danny Ward var varamaður.
Í sama riðli skoraði Guðlaugur Victor Pálsson, sem eitt sinn var á mála hjá Liverpool, mark Íslands sem tapaði 3:1 í Tyrklandi. Hann spilar nú með Plymouth Argyle.
Í gærkvöldi mættust Holland og Þýskaland í Hollandi. Úrslit urðu 2:2. Ryan Gravenberch lagði upp fyrra mark heimamanna. Cody Gakpo og Virgil van Dijk voru í byrjunarliðinu eins og Ryan. Emre Can, fyrrum leikmaður Liverpool, kom inn sem varamaður hjá Þjóðverjum.
Dominik Szoboszlai leiddi Ungverja í markalausum leik á móti Bosníu og Hersegóvínu.
Írar töpuðu öðrum heimaleik sínum í röð. Nú töpuðu þeir 0:2 fyrir Grikkjum. Caoimhin Kelleher og Kostas Tsimikas spiluðu með sínum þjóðum.
Trent Alexander-Arnold var í enska landsliðinu sem vann Finna 2:0 í London. Hann lagði upp fyrra mark Harry Kane en hann skoraði bæði mörkin í sínum 100. landsleik. Trent hefur verið talinn besti maður Englands í þeim tveimur landsleikjum sem Englendingar spiluðu núna.
Luis Díaz og Alexis Mac Allister mættust með Kólumbíu og Argentínu. Kólumbía vann 2:1. Alexis kom inn sem varamaður.
Brasilía tapaði 1:0 í Paragvæ. Alisson Becker var í markinu.
Wataru Endo var með Japan sem vann stórsigur 0:5 í Barein.
Ungliðinn Kyle Kelly spilaði í annað sinn í hrotunni með aðallandsliði Sankti Kitts og Nevis. Hann kom inn sem varamaður í 2:0 heimasigri á Bresku Jómfrúaeyjum í Norður- og Miðameríkukeppninni. Kayle og félagar hans unnu líka fyrri leik sinn sem var á Cayman eyjum. Sá leikur vannst 1:4. Hann var þá í byrjunarliðinu. Vel gert hjá piltinum.
-
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah