| Sf. Gutt

Steven syrgir Sven

Útför Sven-Göran Eriksson fór fram í dag. Sænski knattspyrnuþjálfarinn hafði áhrif á fjölda leikmanna. Einn þeirra sem hann hafði mikil áhrif á er Steven Gerrard. Hann kvaddi Sven með þessum fallegu orðum.

,,Fréttirnar um að Sven sé látinn eru sérstaklega sorglegar. Hann var svo hlýr og hugulsamur. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina."

,,Þakka þér fyrir það traust sem þú sýndir mér. Eins fyrir þá trú sem þú hafðir á mér sem leikmanni. Hvíl í friði stjóri." 

Steven Gerrard spilaði með enska landsliðinu frá 2000 til 2014. Hann lék 114 landsleiki og skoraði 21 mark. Sven var landsliðsþjálfari frá 2001 til 2006. Hann stjórnaði því enska liðinu drjúgan hluta af landsliðsferli Steven. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan