| Sf. Gutt

Allt það helsta um John Arne Riise

John Arne Riise er heiðursgestur árshátíðar Liverpool klúbbsins í ár. Hér er allt það helsta um þennan frækna Norðmann.

Nafn: John Arne Riise.

Fæðingardagur: 24. september 1980.

Fæðingarstaður: Molde í Noregi.

Félög: Aalesund (1994-98), Monaco (1998-2001), Liverpool (2001-2008), AS Roma (2008-11), Fulham (2011-14), APOEL Nicosia (2014-15), Delhi Dynamos (2015-16), Aalesund (2016), Channaiyin (2016) og Avaldsnes (1923).

Leikir með Liverpool: 348.


Mörk fyrir Liverpool: 31.

Stoðsendingar: 36.


Titlar með Liverpool: F.A. bikarmeistari: 2006. Deildarbikarmeistari: 2003. Skjaldarhafi: 2001 og 2006. Evrópubikarmeistari 2005. Stórbikar Evrópu: 2001 og 2005.


Landsleikir með Noregi: 110. 

Landsleikjamörk: 16.

 




Fróðleikur!


- John Arne varð landsmeistari í Frakklandi og Kýpur.

- Hann lék þó nokkra landsleiki með Björn Helge bróður sínum.

- Þeir voru saman um tíma hjá Fulham.

- Þegar Liverpool keypti John hafði Fulham mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. 

- Um tíma, áður en John ákvað að semja við Liverpool, töldu forráðmenn Fulham að hann væri búinn að ákveða að ganga til liðs við félagið. Reyndar var hann svo til búinn að skrifa undir þegar tilboð barst frá Liverpool. 

- John er leikjahæsti leikmaður í sögu norska landsliðsins. 

- Hann hefur aðeins fengist við þjálfun eftir að hann lagði skóna á hilluna. 

- Hann er nú nýlega farinn að starfa sem ráðgjafi í sambandi við líkamsrækt og heilbrigðan lífsstíl. 

John Arne Riise

,,Í Noregi er Liverpool talið stærsta knattspyrnufélag í Evrópu. Ég get ekki beðið eftir að koma hingað. Mig langar að verða stórstjarna og góður knattspyrnumaður."

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan