Goðsagnirnar unnu!
Goðsagnir Liverpool unnu í dag 2:0 sigur á goðsögnum Chelsea á Anfield Road. Peter Crouch kom inn sem varamaður og gerði gæfumuninn.
Steven Gerrard og Dennis Wise leiddu sín lið til leiks fyrir framan svo til fullan völl. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Liverpool var meira með boltann en opin færi sköpuðust ekki að heitið gat. Jerzy Dudek varð að fara af velli eftir að hafa tognað aftan í læri við að koma hraðri sókn í gang með útsparki. Sander Westerveld leysti hann af hólmi. Á 33. mínútu gerðist sá sögulegi atburður að Natasha Dowie varð fyrst kvenna til að spila í goðsagnaleik. Hún kom inn sem varamaður fyrir Mohamed Sissoko. Mjög gaman að sjá konu taka þátt í leiknum. Markalaust í hálfleik.
Liverpool komst yfir á 55. mínútu þegar Florent Sinama-Pongolle gaf fyrir frá hægri. Peter Crouch stökk lang- langhæst og skallaði boltann yfir Robert Green í markinu. Peter fagnaði marki sínu innilega fyrir framan Kop stúkuna og tók nokkur vélmannadansspor eins og stundum í gamla daga!
Ekki löngu seinna munaði litlu að Chelsea jafnaði. Robert Huth átti þá góðan skalla en Sander Westerveld varði stórvel í að slá boltann yfir. Markvarslan var mjög mikilvæg því Liverpool bætti við marki í kjölfarið á 66. mínútu. Peter fékk þá boltann hægra megin í markteignum og náði að lyfta boltanum snyrtulega yfir Robert. Peter hefur alltaf haft góða boltatækni og markið var gott dæmi um það. Aftur fékk Peter tækifæri til að fagna fyrir framan Kop. Þess má geta að Peter var stuðningsmaður Chelsea í æsku.
Ekki var meira skorað. Goðsagnir Liverpool og Chelsea voru hylltar eftir leikinn. Nokkrir stuðningsmenn Cheslea voru á leiknum.
Eiður Smári Guðjohnsen varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í goðsagna leik á móti Liverpool. Hann kom inn sem varamaður á 63. mínútu.
Katie Chapman var fyrst kvenna til að spila með goðsagnaliði Chelsea. Hún kom til leiks snemma í síðari hálfleik. Aftur skemmtileg stund fyrir jafnrétti karla og kvenna.
Liverpool fyrri hálfleikur: Dudek (Westerveld 18. mín.), Biscan, Hyypia, Klavan, Kelly, Spearing, Sissoko (Dowie 33. mín.), Babel, Vignal, Gerrard og Kuyt.
Liverpool síðari hálfleikur: Westerveld (James 63. mín.), Kelly, Klavan (Kvarme 67. mín.) , Aurelio, Gerrard, Benayoun, Gonzalez, Riera (Spearing 66. mín.), Sinama-Pongolle, Cisse (Kuyt 82. mín.) og Crouch.
Áhorfendur á Anfield Road: 58.865.
Maður dagsins: Peter Crouch.
Aðalstjórnandi: Kenny Dalglish.
Aðstoðarmenn: Ian Rush, John Aldridge og John Barnes.
Það er alltaf gaman að vinna en mestu skiptir í þessum leikjum að safna fé til góðra og nauðsynlegra verkefna. Góðgerðasamtök Liverpool og Chelsea njóta ágóða leiksins og deila honum til góðra verka. Þeir sem njóta styrkja í kjölfar leiksins eru sigurvegarar dagsins.
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Undanúrslitasagan -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Finn fyrir ást fólksins í borginni! -
| Heimir Eyvindarson
Hvað er framundan? -
| Sf. Gutt
Næsta víst að Trent er á förum!