Landsleikjafréttir
Landsleikir hafa verið í gangi í öllum heimshornum síðustu dagana. Hér er það helsta talið sem snýr að leikmönnum Liverpool.
Leikið var í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Holland og Spánn gerðu jafntefli 2:2 í Hollandi fyrir helgi. Virgil van Dijk og Cody Gakpo léku þann leik. Cody skoraði í leiknum sem var hið besta mál. Seinni leiknum, sem var í kvöld, á Spáni lauk með 3:3 jafntefli. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni sem Spánn vann 5:4. Virgil skoraði úr fyrstu spyrnu Hollands. Cody var þá farinn af velli.
Króatía vann Frakkland 2:0 í fyrri leik liðanna. Ibrahima Konaté var skipt af velli í hálfleik í þeim leik. Hann lék ekki seinni leikinn sem Frakkar unnu 2:0. Þeir unnu svo í vítakeppni.
Danmörk vann Portúgal 1:0 í Kaupmannahöfn en Portúgal sneri dæminu sér í hag á heimavelli með 5:2 sigri. Diogo Jota kom inn sem varmaður í þeim leik og átti stoðsendingu.
Í undanúrslitum mætast Þýskaland og Portúgal og svo Spánn og Frakkland. Þeir leikir fara fram í júní.
Ungverjar féllu úr A deild eftir tvö töp fyrir Tyrklandi. Tyrkland vann 1:3 úti og 3:0 heima. Dominik Szoboszlai spilaði báða leikina.
Skotland féll líka. Þeir unnu góðan 0:1 sigur í Grikklandi en töpuðu óvænt heima 0:3 í kvöld. Andrew Robertson lék báða leikina. Kostas Tsimikas spilaði fyrri leikinn.
Írar héldu sínu sæti í B deild eftir tvo 2:1 sigra á Búlgaríu. Caoimhin Kelleher varði mark Íra í báðum leikjunum.
Forkeppni HM er komin í gang. Curtis Jones var í byrjunarliði Englands á föstudaginn í 2:0 heimasigri á Albaníu.
Mohamed Salah skoraði og lagði upp mark þegar Egyptar unnu 0:2 í Eþíópíu. Gott að hann komst í gang með að skora eftir markaleysi í síðustu tveimur leikjum Liverpool.
Darwin Nunez og Alexis Mac Allister voru í sínum landsliðum í Úrúgvæ. Argentína vann 0:1.
Alisson Becker og Luis Díaz mættust í Brasilíu. Luis skoraði framhjá félaga sínum en Brasilía hafði betur 2:1. Alisson fór af velli eftir að hafa fengið höfuðhögg. Hann fór heim til Liverpool í kjölfarið.
Japan vann Barein 2:0. Wataru Endo leiddi Japan að venju.
Harvey Elliott skoraði fyrir undir 21. árs landslið Englands gegn Frakklandi. Frakkar unnu 5:2.
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Undanúrslitasagan -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Finn fyrir ást fólksins í borginni! -
| Heimir Eyvindarson
Hvað er framundan? -
| Sf. Gutt
Næsta víst að Trent er á förum!