| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Comolli ánægður með nýjan samning Kuyt
Dirk Kuyt hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við félagið, samningur hans rennur nú út árið 2013. Damien Comolli er hæstánægður með undirskriftina.
Kuyt hefur spilað alls 235 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 61 mark en hann var keyptur frá Feyenoord árið 2006.
Damien Comolli, sem er með Kuyt á myndinni, var mjög ánægður með samninginn og sagði: ,,Við erum hæstánægðir. Dirk hefur verið hér lengi og spilað á hæsta stigi. Þegar leikmenn eins og hann, menn með reynslu og áhugasemi, vilja vera áfram hjá félaginu þá er það mjög gott."
,,Það má auðveldlega sjá á frammistöðu hans hjá liðinu að hann vill vera áfram. Svo er vinnusemi hans ótrúleg, líkt og hann sýndi á mánudaginn gegn City, svo skoraði hann mark í þokkabót. Hann sýnir einnig ótrúlega elju á Melwood daglega og í leikjum."
,,Hann er einnig mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað þrjár eða fjórar stöður á vellinum og það er svo mikilvægt í nútíma knattspyrnu. Síðan Kenny kom hefur Dirk spilað sem sóknarmaður, afturliggjandi sóknarmaður og einnig á hægri kanti. Þegar maður bætir þessu svo við hæfileika hans sem einstaklings - þá er virkilega gott að hafa hann hér því hann er ávallt brosandi, leggur hart að sér og hann hefur tekið félagið í hjarta sitt. Það eru því mjög góð tilfinning að hafa gert þennan samning í dag."
Fyrir ekki svo löngu síðan var einnig gerður nýr samningur við Lucas og telur Comolli þetta senda sterk merki um það hvað félagið ætlar sér í framtíðinni.
,,Það sama gilti um Lucas," bætti Comolli við. ,,Þegar okkur finnst að leikmaður hafi verið að standa sig vel og að hann muni gera það um ókomna framtíð munum við gera hvað sem er til að halda honum. Ef það fyrsta sem þeir segja manni er að þeir vilji vera áfram hjá Liverpool þá er það gott merki um stöðugleika. Öll merki benda til þess að við séum á réttri leið. Ég held að Dirk hafi ekki einu sinni hugsað að ræða við önnur félög og frá fyrsta degi hefur hann talað um að hann vilji vera hér áfram, og því lengur sem hann er hér því betra."
Kuyt hefur spilað alls 235 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 61 mark en hann var keyptur frá Feyenoord árið 2006.
Damien Comolli, sem er með Kuyt á myndinni, var mjög ánægður með samninginn og sagði: ,,Við erum hæstánægðir. Dirk hefur verið hér lengi og spilað á hæsta stigi. Þegar leikmenn eins og hann, menn með reynslu og áhugasemi, vilja vera áfram hjá félaginu þá er það mjög gott."
,,Það má auðveldlega sjá á frammistöðu hans hjá liðinu að hann vill vera áfram. Svo er vinnusemi hans ótrúleg, líkt og hann sýndi á mánudaginn gegn City, svo skoraði hann mark í þokkabót. Hann sýnir einnig ótrúlega elju á Melwood daglega og í leikjum."
,,Hann er einnig mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað þrjár eða fjórar stöður á vellinum og það er svo mikilvægt í nútíma knattspyrnu. Síðan Kenny kom hefur Dirk spilað sem sóknarmaður, afturliggjandi sóknarmaður og einnig á hægri kanti. Þegar maður bætir þessu svo við hæfileika hans sem einstaklings - þá er virkilega gott að hafa hann hér því hann er ávallt brosandi, leggur hart að sér og hann hefur tekið félagið í hjarta sitt. Það eru því mjög góð tilfinning að hafa gert þennan samning í dag."
Fyrir ekki svo löngu síðan var einnig gerður nýr samningur við Lucas og telur Comolli þetta senda sterk merki um það hvað félagið ætlar sér í framtíðinni.
,,Það sama gilti um Lucas," bætti Comolli við. ,,Þegar okkur finnst að leikmaður hafi verið að standa sig vel og að hann muni gera það um ókomna framtíð munum við gera hvað sem er til að halda honum. Ef það fyrsta sem þeir segja manni er að þeir vilji vera áfram hjá Liverpool þá er það gott merki um stöðugleika. Öll merki benda til þess að við séum á réttri leið. Ég held að Dirk hafi ekki einu sinni hugsað að ræða við önnur félög og frá fyrsta degi hefur hann talað um að hann vilji vera hér áfram, og því lengur sem hann er hér því betra."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan