| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Nú verðum við að hirða dolluna
Dirk Kuyt er ánægður með að vera kominn í úrslit Deildabikarsins. Hann segir að liðið hafi átt skilið að leggja Manchester City. Næst á dagskrá sé að klára dæmið á Wembley.
,,Við stóðum okkur vel í gær og vorum betra liðið á vellinum. Það var vel af sér vikið að klára dæmið gegn jafnsterku liði og City", segir Kuyt í viðtali við Liverpool Echo.
,,Það dreymir alla um að spila á Wembley. Ég er ánægður og get ekki beðið eftir úrslitaleiknum. En við verðum að halda haus og landa dollunni. Það væri frábært fyrir liðið, það er langt síðan við unnum eitthvað."
,,Það voru allir langt niðri eftir frammistöðuna á móti Bolton. Við vildum stíga upp og bæta fyrir það. Sem betur fer tókst okkur það. Við gerðum líka vel í því að missa ekki móðinn þótt þeir kæmust tvívegis yfir. Við vorum að spila vel og hefðum í raun getað skorað fleiri mörk ef ekki hefði verið fyrir stórleik Joe Hart."
,,Craig Bellamy gerði gæfumuninn. Hann var að allan tímann og það fór vel á því að hann skoraði úrslitamarkið. En hann var ekki bara flottur í þessum leik. Hann er búinn að vera frábær í allan vetur. Ég verð líka að þakka stuðningsmönnunum fyrir þeirra þátt. Það hefur ekki verið þægilegt fyrir City að spila í hávaðanum í gær."
,,Við stóðum okkur vel í gær og vorum betra liðið á vellinum. Það var vel af sér vikið að klára dæmið gegn jafnsterku liði og City", segir Kuyt í viðtali við Liverpool Echo.
,,Það dreymir alla um að spila á Wembley. Ég er ánægður og get ekki beðið eftir úrslitaleiknum. En við verðum að halda haus og landa dollunni. Það væri frábært fyrir liðið, það er langt síðan við unnum eitthvað."
,,Það voru allir langt niðri eftir frammistöðuna á móti Bolton. Við vildum stíga upp og bæta fyrir það. Sem betur fer tókst okkur það. Við gerðum líka vel í því að missa ekki móðinn þótt þeir kæmust tvívegis yfir. Við vorum að spila vel og hefðum í raun getað skorað fleiri mörk ef ekki hefði verið fyrir stórleik Joe Hart."
,,Craig Bellamy gerði gæfumuninn. Hann var að allan tímann og það fór vel á því að hann skoraði úrslitamarkið. En hann var ekki bara flottur í þessum leik. Hann er búinn að vera frábær í allan vetur. Ég verð líka að þakka stuðningsmönnunum fyrir þeirra þátt. Það hefur ekki verið þægilegt fyrir City að spila í hávaðanum í gær."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan