| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Trúin færði okkur bikarinn
Dirk Kuyt var ein af hetjum leiksins gegn Cardiff á sunnudaginn. Hann skoraði mark í framlengingu og skoraði örugglega úr vítaspyrnu sinni í vítakeppninni. Margir héldu að Dirk Kuyt hefði tryggt sigurinn í framlengingunni þegar hann skoraði í síðari hálfleik hennar. En Cardiff menn gáfust ekki upp og jöfnuðu rétt fyrir leikslok.
Í vítakeppninni misnotuðu þeir Steven Gerrard og Charlie Adam fyrstu tvær spyrnur liðsins en þeir sem á eftir þeim komu skoruðu allir úr sínum spyrnum og liðið stóð uppi sem sigurvegari 3:2 í vítaspyrnunum. Dirk hafði meðal annars þetta að segja eftir leikinn.
,,Við misstum aldrei trúna og þess vegna unnum við bikarinn. Jafnvel þegar Steven lét verja frá sér sagði ég við hann að við myndum komast aftur inn í þetta því það voru mörg víti eftir."
,,Ég vissi að þegar kom að mér að ég yrði að skora. Ég hafði bjargað á línu þrjátíu sekúndum áður en flautað var til leiksloka og skorað í framlengingunni þannig að þetta var góður dagur fyrir mig og liðið."
,,Það mikilvægasta í knattspyrnu er að hafa trúna og við sýndum það í dag að við höfum hana í liðinu. Þetta er stórkostlegur dagur fyrir okkur."
,,Það mikilvægasta í knattspyrnu er að hafa trúna og við sýndum það í dag að við höfum hana í liðinu. Þetta er stórkostlegur dagur fyrir okkur."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan