| Sf. Gutt
TIL BAKA
Er Dirk á förum?
Ýmsir fjölmiðlar telja að Dirk Kuyt muni yfirgefa Liverpool í sumar. Hann hefur verið orðaður við nokkur félög síðustu vikurnar. Hann hefur staðfest að fyrrum félag hans Feyenoord hafi sett sig í samband við hann. Hann ætlar þó ekki þangað. Segir Dirk að hann lækki of mikið í launum fari hann til Feyenoord. Hann segist vilja leika með stórliði áfram.
,,Ef maður er 35 eða 36 ára liggur fyrir að ferillinn er svo til á enda. En ég er bara 31. árs og í blóma lífsins. Ég á enn tvö eða þrjú ár eftir á toppnum. Ég hef enn metnað og góða heilsu til að spila meðal þeirra besta, hjá félagi sem keppir í helstu keppnunum eða þá stórliði sem stefnir á að komast í Evrópukeppni."
Fyrir utan Feyenoord þá hefur Dirk verið orðaður við félög í Þýskalandi. Hann var ekki sjálfum sér líkur hjá Liverpool á leiktíðinni. Hann var ekki fastamaður í fyrsta sinn frá því hann kom til Liverpool 2006 og skoraði aðeins fimm mörk. Á síðustu leiktíð var hann markakóngur Liverpool með fimmtán mörk.
Tvö af mörkunum fimm voru þó mjög mikilvæg því hann skoraði sigurmarkið 2:1 gegn Manchester United í F.A. bikarnum. Hann skoraði svo í úrslitaleiknum í Deildarbikarnum og eins í vítaspyrnukeppninni í þeim leik en þá náði hann að vinna sinn fyrsta titil með Liverpool.
Það verður að koma í ljós þegar líður á sumarið hvort Dirk verður um kyrrt eða fer frá Liverpool.
,,Ef maður er 35 eða 36 ára liggur fyrir að ferillinn er svo til á enda. En ég er bara 31. árs og í blóma lífsins. Ég á enn tvö eða þrjú ár eftir á toppnum. Ég hef enn metnað og góða heilsu til að spila meðal þeirra besta, hjá félagi sem keppir í helstu keppnunum eða þá stórliði sem stefnir á að komast í Evrópukeppni."
Fyrir utan Feyenoord þá hefur Dirk verið orðaður við félög í Þýskalandi. Hann var ekki sjálfum sér líkur hjá Liverpool á leiktíðinni. Hann var ekki fastamaður í fyrsta sinn frá því hann kom til Liverpool 2006 og skoraði aðeins fimm mörk. Á síðustu leiktíð var hann markakóngur Liverpool með fimmtán mörk.
Tvö af mörkunum fimm voru þó mjög mikilvæg því hann skoraði sigurmarkið 2:1 gegn Manchester United í F.A. bikarnum. Hann skoraði svo í úrslitaleiknum í Deildarbikarnum og eins í vítaspyrnukeppninni í þeim leik en þá náði hann að vinna sinn fyrsta titil með Liverpool.
Það verður að koma í ljós þegar líður á sumarið hvort Dirk verður um kyrrt eða fer frá Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan