| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Það mætti halda að jólin væru komin
Það mætti halda að jólin væru komin. Framundan er veisla í ensku deildinni, en þrjár umferðir verða spilaðar á einni viku. Sunnudaginn 1. desember heimsækir Liverpool Hull kl. 14:05, miðvikudaginn 4. desember koma Norwich í heimsókn kl. 19:45 og laugardaginn 7. desember kl. 15:00 mæta West Ham á Anfield.

Mjög mikilvægt er að ná 9 stigum út úr þessum þremur leikjum og fara bólstraðir inn í jólatörnina sem er mjög strembin þetta árið. Þessum þremur liðum sem Liverpool mætir hefur ekki gengið vel undanfarið og eru í 13., 16. og 17. sæti fyrir næstu umferð. Farið er að hitna undir þjálfurum liðana og ljóst er að hart verður barist fyrir stigum, hvort sem er í fall- eða toppbaráttu.
Liverpool klúbburinn á Íslandi hvetur alla stuðningsmenn til að fjölmenna á Spot í Kópavogi, heimavöll klúbbsins. Þar er ávallt rífandi stemning, enda hörðustu stuðningsmennirnir samankomnir þar og eru óhræddir við að deila skoðunum sínum upphátt. Meðlimir Liverpool klúbbsins fá 20% afslátt af mat á Spot gegn framvísun skírteinis, en frekari afslætti má sjá hér Einnig minnum við á bjórkortin sem eru til sölu, en tíu bjórar fást á 6000 kr, sem er gjöf en ekki gjald.
Hlökkum til að sjá sem flesta í rjúkandi stemningu á Spot!
YNWA
Liverpool klúbburinn á Íslandi hvetur alla stuðningsmenn til að fjölmenna á Spot í Kópavogi, heimavöll klúbbsins. Þar er ávallt rífandi stemning, enda hörðustu stuðningsmennirnir samankomnir þar og eru óhræddir við að deila skoðunum sínum upphátt. Meðlimir Liverpool klúbbsins fá 20% afslátt af mat á Spot gegn framvísun skírteinis, en frekari afslætti má sjá hér Einnig minnum við á bjórkortin sem eru til sölu, en tíu bjórar fást á 6000 kr, sem er gjöf en ekki gjald.
Hlökkum til að sjá sem flesta í rjúkandi stemningu á Spot!
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn
Fréttageymslan