| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Lucas frá í tvo mánuði
Slæmar fréttir bárust í dag af Lucas en hann meiddist gegn Aston Villa eftir að hafa komið inná sem varamaður í hálfleik. Hann skaddaði liðbönd í hné og verður frá í tvo mánuði.
Um miðjan síðari hálfleikinn meiddist Lucas, hann reyndi að halda áfram en örskömmu síðar var ljóst að hann gat það ekki. Hann sagði við Brendan Rodgers þegar hann kom af velli að hann hefði heyrt smell í hnénu og yfirgaf hann Anfield á hækjum.
Liverpool bjuggust því við slæmum fréttum og sú varð raunin. Meiðslin eru mikið áfall fyrir félagið því varnarsinnaðir miðjumenn eru ekki margir sem stendur. Öllum var líka ljóst í fyrri hálfleik gegn Aston Villa að slíkur leikmaður þurfti nauðsynlega að koma inná ef stórt tap ætti ekki að verða niðurstaða leiksins. Joe Allen leysti Lucas af hólmi og vonandi heldur hann sér að mestu meiðslalausum það sem eftir er tímabils.
Lucas hefur áður meiðst illa, í nóvember 2011 sleit hann krossbönd í hné og skömmu eftir að hann var orðinn leikfær í ágúst 2012 reif hann lærvöðva og var töluvert lengi frá vegna þeirra meiðsla einnig.
Vonir okkar manna um sæti á meðal topp fjögurra liðanna í ensku Úrvalsdeildinni hafa því eitthvað dvínað við þessar fréttir en nú er óskandi að menn bíti í skjaldarrendurnar og stígi upp, nú eða nýti sér það að janúarglugginn er opinn og fylli skarðið með nýjum manni.
Það verður þó að koma í ljós.
Um miðjan síðari hálfleikinn meiddist Lucas, hann reyndi að halda áfram en örskömmu síðar var ljóst að hann gat það ekki. Hann sagði við Brendan Rodgers þegar hann kom af velli að hann hefði heyrt smell í hnénu og yfirgaf hann Anfield á hækjum.
Liverpool bjuggust því við slæmum fréttum og sú varð raunin. Meiðslin eru mikið áfall fyrir félagið því varnarsinnaðir miðjumenn eru ekki margir sem stendur. Öllum var líka ljóst í fyrri hálfleik gegn Aston Villa að slíkur leikmaður þurfti nauðsynlega að koma inná ef stórt tap ætti ekki að verða niðurstaða leiksins. Joe Allen leysti Lucas af hólmi og vonandi heldur hann sér að mestu meiðslalausum það sem eftir er tímabils.
Lucas hefur áður meiðst illa, í nóvember 2011 sleit hann krossbönd í hné og skömmu eftir að hann var orðinn leikfær í ágúst 2012 reif hann lærvöðva og var töluvert lengi frá vegna þeirra meiðsla einnig.
Vonir okkar manna um sæti á meðal topp fjögurra liðanna í ensku Úrvalsdeildinni hafa því eitthvað dvínað við þessar fréttir en nú er óskandi að menn bíti í skjaldarrendurnar og stígi upp, nú eða nýti sér það að janúarglugginn er opinn og fylli skarðið með nýjum manni.
Það verður þó að koma í ljós.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan