| Sf. Gutt
TIL BAKA
Robbie spáir Liverpool sigri í Cardiff
Robbie Fowler er kominn til Íslands og verður heiðursgestur á árshátíð Liverpool klúbbsins í kvöld. Það er skemmtileg tilviljun að tvö af fyrrum liðum hans skuli mætast einmitt í dag. En það gerist þegar Liverpool heimsækir Cardiff í höfuðstað Wales. Fréttaritari Liverpool.is fékk Robbie til að spá í spilin fyrir leikinn.
,,Þetta gæti verið einn mikilvægasti leikur Liverpool það sem eftir er leiktíðar. Ástæðan er sú að hann kemur í kjölfar á góðum útisigrum á Southampton og Manchester United. Eftir þá sigra eru allir að tala um Liverpool. Margir telja að liðið geti farið alla leið og orðið Englandsmeistari. Það er því kannski meiri pressa á liðinu núna út af þessu. Vonandi nær Liverpool að vinna leikinn. Liverpool er að skora mörk en heldur ekki oft hreinu og þess vegna spái ég því að Liverpool vinni 1:3."
Þegar Robbie Fowler yfirgaf Liverpool í seinna skiptið vorið 2007 gerði hann samning við Cardiff City. Hann lék í Wales eina leiktíð og náði að skora nokkur mörk. Robbie þekkir því vel til hjá Cardiff. En hvaða hug ber hann til Cardiff?
,,Það var gaman að kynnast Cardiff. Ég naut þess að spila með Cardiff City og ég hef taugar til félagsins. Ég vonast til þess að liðið nái að halda sér í deildinni en Liverpool er liðið mitt og þess vegna vona ég auðvitað að Liverpool vinni leikinn í dag."
Robbie er búinn að spá og nú er sjá hvað úr verður í Cardiff í dag. Hann verður með stuðningsmönnum Liverpool á Spot í Kópavogi til að horfa á leikinn.
,,Þetta gæti verið einn mikilvægasti leikur Liverpool það sem eftir er leiktíðar. Ástæðan er sú að hann kemur í kjölfar á góðum útisigrum á Southampton og Manchester United. Eftir þá sigra eru allir að tala um Liverpool. Margir telja að liðið geti farið alla leið og orðið Englandsmeistari. Það er því kannski meiri pressa á liðinu núna út af þessu. Vonandi nær Liverpool að vinna leikinn. Liverpool er að skora mörk en heldur ekki oft hreinu og þess vegna spái ég því að Liverpool vinni 1:3."
Þegar Robbie Fowler yfirgaf Liverpool í seinna skiptið vorið 2007 gerði hann samning við Cardiff City. Hann lék í Wales eina leiktíð og náði að skora nokkur mörk. Robbie þekkir því vel til hjá Cardiff. En hvaða hug ber hann til Cardiff?
,,Það var gaman að kynnast Cardiff. Ég naut þess að spila með Cardiff City og ég hef taugar til félagsins. Ég vonast til þess að liðið nái að halda sér í deildinni en Liverpool er liðið mitt og þess vegna vona ég auðvitað að Liverpool vinni leikinn í dag."
Robbie er búinn að spá og nú er sjá hvað úr verður í Cardiff í dag. Hann verður með stuðningsmönnum Liverpool á Spot í Kópavogi til að horfa á leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan