| Sf. Gutt
TIL BAKA
Lucas ætlar að hafa samband við Andy!
Liverpool verður ekki Englandsmeistari á sunnudaginn nema að fá mikla og góða hjálp frá West Ham United. Liverpool verður að vinna Newcastle United og West Ham verður að leggja Manchester City að velli á sama tíma. Öðruvísi rætist draumurinn ekki.
Þrír fyrrum leikmenn Liverpool, Andy Carroll, Stewart Downing og Joe Cole, eru í röðum West Ham og nú væri aldeilis gott að fá liðsinni þeirra! Enginn þeirra þremenninga stóð almennilega undir væntingum hjá Liverpool en þeir vita að mikils er vænst af þeim á sunnudaginn. Lucas Leiva ætlar að hafa samband við Andy Carroll fyrrum félaga sinn hjá Liverpool og biðja hann um greiða.
,,Ætla ég að senda Andy sms? Já! Þeir voru hérna hjá okkur, unnu með okkur og ég er viss um að þeir munu gera sitt besta til að ná stigum fyrir West Ham og hjálpa okkur. En þetta er ekki í okkar höndum. Við misstum einbeitinguna í átta eða níu mínútur og guldum fyrir það. Það var mjög hljóðlátt í búningsherberginu eftir leikinn við Palace. Það hefur aldrei verið svona hljóttlátt eftir leik frá því ég kom hingað og það var erfitt að útskýra þetta allt."
,,En við eigum eftir að leika við Newcastle og verðum að trúa því að eitthvað gott eigi eftir að gerast. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki lengur í okkar höndum en þetta hefur samt verið frábær leiktíð fyrir okkur. Fólk átti ekki von á því að við myndum ná þessum árangri sem við höfum náð og núna verðum við að halda áfram og sjá hvað úr verður."
Þó allt líti út fyrir að Manchester City verði Englandsmeistari þá getur allt gerst í knattspyrnunni eins og dæmin sanna í gegnum söguna.
Þrír fyrrum leikmenn Liverpool, Andy Carroll, Stewart Downing og Joe Cole, eru í röðum West Ham og nú væri aldeilis gott að fá liðsinni þeirra! Enginn þeirra þremenninga stóð almennilega undir væntingum hjá Liverpool en þeir vita að mikils er vænst af þeim á sunnudaginn. Lucas Leiva ætlar að hafa samband við Andy Carroll fyrrum félaga sinn hjá Liverpool og biðja hann um greiða.
,,Ætla ég að senda Andy sms? Já! Þeir voru hérna hjá okkur, unnu með okkur og ég er viss um að þeir munu gera sitt besta til að ná stigum fyrir West Ham og hjálpa okkur. En þetta er ekki í okkar höndum. Við misstum einbeitinguna í átta eða níu mínútur og guldum fyrir það. Það var mjög hljóðlátt í búningsherberginu eftir leikinn við Palace. Það hefur aldrei verið svona hljóttlátt eftir leik frá því ég kom hingað og það var erfitt að útskýra þetta allt."
,,En við eigum eftir að leika við Newcastle og verðum að trúa því að eitthvað gott eigi eftir að gerast. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki lengur í okkar höndum en þetta hefur samt verið frábær leiktíð fyrir okkur. Fólk átti ekki von á því að við myndum ná þessum árangri sem við höfum náð og núna verðum við að halda áfram og sjá hvað úr verður."
Þó allt líti út fyrir að Manchester City verði Englandsmeistari þá getur allt gerst í knattspyrnunni eins og dæmin sanna í gegnum söguna.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan