| Sf. Gutt
TIL BAKA
Dirk Kuyt hættir með landsliðinu
Hollenska landsliðið kemur til Íslands og leikur á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. Það verður þó ekki hægt að berja Dirk Kuyt augum því hann er hættur að spila með landsliðinu.
Dirk lék alls 104 landsleiki og skoraði 24 mörk. Hann er því einn af nokkrum leikmönnum Liverpool sem hafa leikið fleiri en 100 landsleiki.
Dirk lék sinn fyrsta landsleik fyrir tíu árum og átti farsælan feril með þeim Appelsínugulu. Hann fékk silfur í Heimsmeistarkeppninni fyrir fjórum árum þegar Holland tapaði 1:0 í úrslitum fyrir Spáni og nú í sumar bættist bronspeningur í safn hans þegar Holland vann Brasilíu 3:0 í leik um þriðja sætið á heimsmeistaramótinu. Dirk var ekki byrjunarliðsmaður framan af í sumar en komst inn í liðið og lék stórvel í síðustu leikjunum.
Dirk ákvað nú á dögunum að þetta væri rétti tímapunkturinn að hætta með landsliðinu. Guus Hiddink, sem er nýtekinn við landsliðinu, mun hafa sagt Dirk að hann kæmi ekki til með að vera fastamaður í forkeppni Evrópukeppni landsliða sem hófst nú í haust. Dirk taldi þá gott komið. Guus fékk þó Dirk til að vera til taks í neyðartilvikum eins og það var orðað og samþykkti Dirk það.
Dirk lék með Liverpool frá 2006 til 2012. Hann spilaði 285 leiki og skoraði 71 mark. Hann leikur nú með Fenerbache í Tyrklandi og hefur orðið bikar- og landsmeistari þar. Dirk er því ekki dauður úr öllum æðum en landsliðsferillinn er búinn. Nema þá að einhver neyð komi til!
Dirk lék alls 104 landsleiki og skoraði 24 mörk. Hann er því einn af nokkrum leikmönnum Liverpool sem hafa leikið fleiri en 100 landsleiki.
Dirk lék sinn fyrsta landsleik fyrir tíu árum og átti farsælan feril með þeim Appelsínugulu. Hann fékk silfur í Heimsmeistarkeppninni fyrir fjórum árum þegar Holland tapaði 1:0 í úrslitum fyrir Spáni og nú í sumar bættist bronspeningur í safn hans þegar Holland vann Brasilíu 3:0 í leik um þriðja sætið á heimsmeistaramótinu. Dirk var ekki byrjunarliðsmaður framan af í sumar en komst inn í liðið og lék stórvel í síðustu leikjunum.
Dirk ákvað nú á dögunum að þetta væri rétti tímapunkturinn að hætta með landsliðinu. Guus Hiddink, sem er nýtekinn við landsliðinu, mun hafa sagt Dirk að hann kæmi ekki til með að vera fastamaður í forkeppni Evrópukeppni landsliða sem hófst nú í haust. Dirk taldi þá gott komið. Guus fékk þó Dirk til að vera til taks í neyðartilvikum eins og það var orðað og samþykkti Dirk það.
Dirk lék með Liverpool frá 2006 til 2012. Hann spilaði 285 leiki og skoraði 71 mark. Hann leikur nú með Fenerbache í Tyrklandi og hefur orðið bikar- og landsmeistari þar. Dirk er því ekki dauður úr öllum æðum en landsliðsferillinn er búinn. Nema þá að einhver neyð komi til!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan