| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Lucas óviss um framtíðina
Eins og oft hefur verið minnst á hér á síðunni er allsendis óvíst hversu lengi til viðbótar Lucas Leiva verður hjá Liverpool. Brasilíumaðurinn hefur sjálfur enga hugmynd um framtíðina.
Lucas Leiva kom til Liverpool frá Gremio sumarið 2007, tvítugur að aldri. Rafael Benítez þáverandi stjóri Liverpool hafði alltaf mikla trú á Brassanum og strax um haustið fékk hann að spreyta sig í byrjunarliðinu og varð smátt og smátt fastur maður í liðinu. Napoli, sem Benítez stýrir í dag, er einmitt eitt þeirra liða sem hafa borið víurnar í Lucas að undanförnu.
,,Ég væri ekki hér ef Rafa hefði ekki verið hér. Hann var sá sem fékk mig hingað og hann var mér afar mikilvægur. Rétt eins og Kenny. Það vita allir að samband okkar Rafa er gott, ég þarf ekki að fjölyrða um það. Það væri mjög gaman að spila aftur undir hans stjórn."
,,Þegar þú hefur verið lengi hjá sama félaginu og missir síðan sæti þitt í byrjunarliðinu í jafn langan tíma og ég gerði þá er eðlilegt að vangaveltur um þína framtíð fari af stað. Það verða ábyggilega einhverjar sögusagnir í gangi þangað til janúarglugginn lokar."
,,Ég er í raun sallarólegur yfir stöðunni. Ég veit að einhver ítölsk lið hafa spurst fyrir um mig og ég væri að ljúga ef ég segðist ekki hafa velt því fyrir mér að færa mig um set, en það eina sem ég get gert núna að er að einbeita mér að því að standa mig vel inni á vellinum. Ég hef verið hér í 8 ár og alltaf reynt að gera mitt besta, ég mun halda því áfram svo lengi sem ég verð hér."
Eina keppnin sem Liverpool hefur unnið frá því að Lucas kom til félagsins var deildabikarinn árið 2012. Þá missti Brassinn af úrslitaleiknum vegna meiðsla. Á samfélagsmiðlum í gær sagði hann frá sms-skilaboðum sem hann fékk frá Steven Gerrard á leiðinni til Wembley; "Don´t worry, we´ll get here again." Nú er Liverpool með í báðum bikarkeppnunum og Lucas vonast að sjálfsögðu til þess að ná að lyfta bikar áður en leiktíðin er úti.
,,Ég á í raun enn eftir að vinna bikar með félaginu, því þrátt fyrir að ég eigi medalíu frá úrslitaleiknum í deildabikarnum 2012 uppi á vegg þá spilaði ég ekki sjálfan úrslitaleikinn. Núna erum við ennþá með í báðum bikarkeppnunum og það væri mjög gaman að fá að taka þátt í úrslitaleik. Vonandi náum við að lyfta allavega einum bikar í vetur. Það væri virkilega ljúft."
Lucas Leiva kom til Liverpool frá Gremio sumarið 2007, tvítugur að aldri. Rafael Benítez þáverandi stjóri Liverpool hafði alltaf mikla trú á Brassanum og strax um haustið fékk hann að spreyta sig í byrjunarliðinu og varð smátt og smátt fastur maður í liðinu. Napoli, sem Benítez stýrir í dag, er einmitt eitt þeirra liða sem hafa borið víurnar í Lucas að undanförnu.
,,Ég væri ekki hér ef Rafa hefði ekki verið hér. Hann var sá sem fékk mig hingað og hann var mér afar mikilvægur. Rétt eins og Kenny. Það vita allir að samband okkar Rafa er gott, ég þarf ekki að fjölyrða um það. Það væri mjög gaman að spila aftur undir hans stjórn."
,,Þegar þú hefur verið lengi hjá sama félaginu og missir síðan sæti þitt í byrjunarliðinu í jafn langan tíma og ég gerði þá er eðlilegt að vangaveltur um þína framtíð fari af stað. Það verða ábyggilega einhverjar sögusagnir í gangi þangað til janúarglugginn lokar."
,,Ég er í raun sallarólegur yfir stöðunni. Ég veit að einhver ítölsk lið hafa spurst fyrir um mig og ég væri að ljúga ef ég segðist ekki hafa velt því fyrir mér að færa mig um set, en það eina sem ég get gert núna að er að einbeita mér að því að standa mig vel inni á vellinum. Ég hef verið hér í 8 ár og alltaf reynt að gera mitt besta, ég mun halda því áfram svo lengi sem ég verð hér."
Eina keppnin sem Liverpool hefur unnið frá því að Lucas kom til félagsins var deildabikarinn árið 2012. Þá missti Brassinn af úrslitaleiknum vegna meiðsla. Á samfélagsmiðlum í gær sagði hann frá sms-skilaboðum sem hann fékk frá Steven Gerrard á leiðinni til Wembley; "Don´t worry, we´ll get here again." Nú er Liverpool með í báðum bikarkeppnunum og Lucas vonast að sjálfsögðu til þess að ná að lyfta bikar áður en leiktíðin er úti.
,,Ég á í raun enn eftir að vinna bikar með félaginu, því þrátt fyrir að ég eigi medalíu frá úrslitaleiknum í deildabikarnum 2012 uppi á vegg þá spilaði ég ekki sjálfan úrslitaleikinn. Núna erum við ennþá með í báðum bikarkeppnunum og það væri mjög gaman að fá að taka þátt í úrslitaleik. Vonandi náum við að lyfta allavega einum bikar í vetur. Það væri virkilega ljúft."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan