| Sf. Gutt
Liverpool hefur nú loksins tryggt sér sæti í leik á Wembley eftir að hafa unnið Blackburn í átta liða úrslitum F.A. bikarkeppninnar. Reyndar þarf einn sigur enn til að komast í úrslitaleikinn um F.A. bikarnn en Lucas Leiva hlakkar mikið til að spila í undanúrslitunum.
Brasilíumaðurinn var auðvitað í liðshópi Liverpool sem lék þrisvar á Wembley á leiktíðinni 2011/12 en hann missti af öllum þessum leikum vegna meiðsla. Hann missti til dæmis af úrslitaleiknum um Deildarbikarinn sem vannst undir stjórn Kenny Dalglish.
,,Því miður meiddist ég áður en við komumst á Wembley. Ég missti því af tækifærinu. Vonandi verð ég heill og fæ tækifæri á að spila á Wembley. Ég hef aldrei spilað þar svo það verður mjög skemmtileg upplifun að gera það eftir að hafa spilað hérna í mörg ár. Það er fræbært að eiga tækifæri á því."
,,Ég held að allir hafi séð hversu hart við lögðum að okkur. Við gerðum okkur fulla grein fyrir því að þetta yrði mjög erfiður leikur við erfiðar aðstæður. En mér fannst við standa okkur vel og við erum mjög ánægðir með að komast á Wembley og eiga möguleika á því að komast í úrslitaleikinn."
Philippe Coutinho skoraði markið sem kom Liverpool í undanúrslitaleikinn. Lucas Leiva hefur mikið álit á landa sínum. ,,Ég er búinn að þekkja hann mjög lengi og ég veit hvað býr í honum. Hann er að verða æ mikilvægari leikmaður fyrir liðið þrátt fyrir ungan aldur og tiltölulega litla reynslu. Samt er hann að orðinn með þeim bestu."
TIL BAKA
Hlakkar til ferðar á Wembley!

Brasilíumaðurinn var auðvitað í liðshópi Liverpool sem lék þrisvar á Wembley á leiktíðinni 2011/12 en hann missti af öllum þessum leikum vegna meiðsla. Hann missti til dæmis af úrslitaleiknum um Deildarbikarinn sem vannst undir stjórn Kenny Dalglish.
,,Því miður meiddist ég áður en við komumst á Wembley. Ég missti því af tækifærinu. Vonandi verð ég heill og fæ tækifæri á að spila á Wembley. Ég hef aldrei spilað þar svo það verður mjög skemmtileg upplifun að gera það eftir að hafa spilað hérna í mörg ár. Það er fræbært að eiga tækifæri á því."
,,Ég held að allir hafi séð hversu hart við lögðum að okkur. Við gerðum okkur fulla grein fyrir því að þetta yrði mjög erfiður leikur við erfiðar aðstæður. En mér fannst við standa okkur vel og við erum mjög ánægðir með að komast á Wembley og eiga möguleika á því að komast í úrslitaleikinn."
Philippe Coutinho skoraði markið sem kom Liverpool í undanúrslitaleikinn. Lucas Leiva hefur mikið álit á landa sínum. ,,Ég er búinn að þekkja hann mjög lengi og ég veit hvað býr í honum. Hann er að verða æ mikilvægari leikmaður fyrir liðið þrátt fyrir ungan aldur og tiltölulega litla reynslu. Samt er hann að orðinn með þeim bestu."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan