| Sf. Gutt
Í dag er liðinn áratugur frá því ungur Brasilíumaður gerði samning við Liverpool Football Club. Hann hefur reglulega verið afskrifaður en hann er enn hjá Liverpool tíu árum seinna.
Lucas hefur spilað 24 landleiki og verður það að teljast býsna gott því allir vita hversu mikið úrval er af leikmönnum í Brasilíu. Hann var í liði Brasilíu sem vann brons á Olympíuleikunum í Peking.
Nú þegar Lucas er búinn að vera tíu ár hjá Liverpool er hann kominn í hóp fárra útlendinga sem sem hafa spilað svo lengi hjá félaginu og verður það að teljast vel af sér vikið. Hann hefur áunnið sér virðingu og er nú orðinn með vinsælli leikmönnum liðsins. Um daginn var honum haldin veisla af félaginu en hann fékk ekki ágóðaleik eins og þeir leikmenn sem hafa spilað í tíu ár hafa gjarnan fengið.
Lucas hefur nú verið svo lengi hjá Liverpool að hann telur sig vera orðinn Liverpool búa. ,, Ef einhver hefði sagt mér þegar ég kom hingað að ég myndi vera tíu ár hjá Liverpool og eignast tvö börn þá hefði sagt þann hinn sama brjálaðan. Eftir allan þennan tíma hérna þá tel ég með vera orðinn ,,Scouser". Ég tel mig vera einn af þeim!"
Lucas Leiva hefur nú spilað 345 leiki og skorað sjö mörk. Framtíð hans er óráðin en hann horfir einbeittur til þeirra verkefna sem eru framundan til loka keppnistímabilsins. ,,Það eru eiginlega tveir úrslitaleikir framundan. Ef við vinnum þá báða verðum við í Meistaradeildinni á næsta ári. Byrjunin á leiktíðinni var erfið en ég hélt mínu striki, æfði af kappi og hélt mér heilum því ég vissi að ég fengi tækifæri. Ég vil bara reyna að hjálpa eins mikið og ég get og næstu tveir leikir eru mjög mikilvægir fyrir framtíð félagsins." Dæmigerð orð sem lýsa hugarfari Lucas Leiva mjög vel!
TIL BAKA
Lucas í áratug hjá Liverpool!
Í dag er liðinn áratugur frá því ungur Brasilíumaður gerði samning við Liverpool Football Club. Hann hefur reglulega verið afskrifaður en hann er enn hjá Liverpool tíu árum seinna.
Lucas var keyptur frá brasilíska liðinu Gremio vorið 2007 en lék í fyrsta sinn með aðalliðinu í byrjun leiktíðarinnar 2007/08. Alls lék hann 32 leiki fyrstu leiktíð sína. Hann hafði getið sér orð í Brasilíu sem sókndjarfur miðjumaður en Rafael Benítez notaði hann fremur aftarlega á miðjunni og þar hefur hann oftast spilað með Liverpool.
Lucas átti off framan af erfitt uppdráttar og stuðningsmenn Liverpool voru ekki sannfærðir um að þessi síðhærði piltur ætti framtíð fyrir sér og gjarnan var hann nefndur til sögunnar sem sökudólgur ef liðið spilaði ekki vel. Leiktíðina 2011/12 varð Lucas fyrir alvarlegum hnjámeiðslum og komu þau á versta tíma því vikurnar á undan hafði hann spilað sína bestu leiki fram að því. Önnur meiðsli tóku við af þessum og þau settu sannarlega strik í reikninginn.
Hann var lengi að ná sér aftur á strik og það má segja að það hafi varla verið fyrr en síðustu tvær leiktíðirnar sem hann komast aftur almennilega í gang. Hann hefur stundum verið notaður sem miðvörður af þeim Brendan Rodgers og aðallega Jürgen Klopp. Hefur honum oft tekist vel upp í þeirri stöðu. En besta staða hans er sem varnarsinnaður miðjumaður og þar hefur hann oft spilað mjög vel síðustu tvær leiktíðar. Af og til síðustu árin hefur hann verið fyrirliði liðsins. Yngri leikmenn hafa haft á orði að hann sé þeim miklvægur með sínu góða hugarfari og góðri raðgjöf þegar á þarf að halda.
Af og til á þessum tíu árum hefur verið talið næsta víst að Lucas væri á förum en aldrei hefur neitt orðið af því. Fimm framkvæmdastjóar, Rafael Benitez, Roy Hodgson, Kenny Dalglish, Brendan Rodgers og Jürgen Klopp, hafa talið skynsamlegra að hafa hann aðeins lengur. Lucas hefur líka alltaf verið góð fyrirmynd, aldrei kvartað og sinnt sínu af stakri fagmennsku.
Lucas átti off framan af erfitt uppdráttar og stuðningsmenn Liverpool voru ekki sannfærðir um að þessi síðhærði piltur ætti framtíð fyrir sér og gjarnan var hann nefndur til sögunnar sem sökudólgur ef liðið spilaði ekki vel. Leiktíðina 2011/12 varð Lucas fyrir alvarlegum hnjámeiðslum og komu þau á versta tíma því vikurnar á undan hafði hann spilað sína bestu leiki fram að því. Önnur meiðsli tóku við af þessum og þau settu sannarlega strik í reikninginn.
Hann var lengi að ná sér aftur á strik og það má segja að það hafi varla verið fyrr en síðustu tvær leiktíðirnar sem hann komast aftur almennilega í gang. Hann hefur stundum verið notaður sem miðvörður af þeim Brendan Rodgers og aðallega Jürgen Klopp. Hefur honum oft tekist vel upp í þeirri stöðu. En besta staða hans er sem varnarsinnaður miðjumaður og þar hefur hann oft spilað mjög vel síðustu tvær leiktíðar. Af og til síðustu árin hefur hann verið fyrirliði liðsins. Yngri leikmenn hafa haft á orði að hann sé þeim miklvægur með sínu góða hugarfari og góðri raðgjöf þegar á þarf að halda.
Af og til á þessum tíu árum hefur verið talið næsta víst að Lucas væri á förum en aldrei hefur neitt orðið af því. Fimm framkvæmdastjóar, Rafael Benitez, Roy Hodgson, Kenny Dalglish, Brendan Rodgers og Jürgen Klopp, hafa talið skynsamlegra að hafa hann aðeins lengur. Lucas hefur líka alltaf verið góð fyrirmynd, aldrei kvartað og sinnt sínu af stakri fagmennsku.
Lucas hefur spilað 24 landleiki og verður það að teljast býsna gott því allir vita hversu mikið úrval er af leikmönnum í Brasilíu. Hann var í liði Brasilíu sem vann brons á Olympíuleikunum í Peking.
Nú þegar Lucas er búinn að vera tíu ár hjá Liverpool er hann kominn í hóp fárra útlendinga sem sem hafa spilað svo lengi hjá félaginu og verður það að teljast vel af sér vikið. Hann hefur áunnið sér virðingu og er nú orðinn með vinsælli leikmönnum liðsins. Um daginn var honum haldin veisla af félaginu en hann fékk ekki ágóðaleik eins og þeir leikmenn sem hafa spilað í tíu ár hafa gjarnan fengið.
Lucas hefur nú verið svo lengi hjá Liverpool að hann telur sig vera orðinn Liverpool búa. ,, Ef einhver hefði sagt mér þegar ég kom hingað að ég myndi vera tíu ár hjá Liverpool og eignast tvö börn þá hefði sagt þann hinn sama brjálaðan. Eftir allan þennan tíma hérna þá tel ég með vera orðinn ,,Scouser". Ég tel mig vera einn af þeim!"
Lucas Leiva hefur nú spilað 345 leiki og skorað sjö mörk. Framtíð hans er óráðin en hann horfir einbeittur til þeirra verkefna sem eru framundan til loka keppnistímabilsins. ,,Það eru eiginlega tveir úrslitaleikir framundan. Ef við vinnum þá báða verðum við í Meistaradeildinni á næsta ári. Byrjunin á leiktíðinni var erfið en ég hélt mínu striki, æfði af kappi og hélt mér heilum því ég vissi að ég fengi tækifæri. Ég vil bara reyna að hjálpa eins mikið og ég get og næstu tveir leikir eru mjög mikilvægir fyrir framtíð félagsins." Dæmigerð orð sem lýsa hugarfari Lucas Leiva mjög vel!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan