| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti stórleikur okkar manna er á sunnudaginn kemur þegar Manchester United koma í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 16:00.
Skörð hafa heldur betur verið hoggin í varnarlínu okkar manna síðustu daga en undir lok leiksins gegn Napoli meiddust þeir Trent Alexander-Arnold og Joel Matip. Sá fyrrnefndi verður líklega ekki mjög lengi frá en nær þó ekki leiknum gegn United. Matip viðbeinsbrotnaði eftir að hafa lent illa og verður hinsvegar frá fram til loka janúarmánaðar. Eins og áður hefur komið fram er svo Joe Gomez einnig meiddur. Þá er James Milner skráður á meiðslalistanum en hann fékk víst vægan krampa í lokin gegn Napoli og ætti að vera klár í slaginn. Jürgen Klopp sagði svo á blaðamannafundi í dag að Nathaniel Clyne, sem hefur lítið sem ekkert spilað síðasta eina og hálfa árið, hefur æft síðustu viku eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Hvort hann sé klár í 90 mínútur eða um það bil í svona stórleik skal ósagt látið.
Líklegast er að James Milner fari í hægri bakvarðastöðuna líkt og hann gerði gegn Bournemouth um síðustu helgi en Klopp sagði á áðurnefndum blaðamannafundi í dag að Rafa Camacho gæti alveg komið til greina þar einnig. Dejan Lovren verður svo með van Dijk í miðverði og Andy Robertson í bakverði. Eins og venjulega er erfitt að segja til um hvernig miðjan verður skipuð en mér þykir þó líklegt að þeir Naby Keita og Fabinho komi inn. Fabinho er hávaxinn og gæti nýst vel í að glíma við Marouane Fellaini sem klárlega verður í byrjunarliði gestanna í þessum leik. Frammi verða svo þeir Mané, Firmino og Salah.
Gestirnir eiga við sama vandamál að stríða hvað meiðsli varnarmanna varðar og er staðan eiginlega verri hjá United. Alls eru níu leikmenn skráðir meiddir hjá þeim og þar af eru sex varnarmenn, þeir Smalling, Rojo, Lindelöf, Shaw, Darmian og Dalot. Við þennan lista bætast svo McTominay, Martial og Sanchéz en Mourinho sagði reyndar á blaðamannafundi í dag að nokkrir þessara leikmanna gætu alveg náð sér heilum fyrir sunnudaginn. Hvernig svo sem liði gestanna verður stillt upp er alveg vitað að þeir verða klárir í slaginn og við Liverpool menn þekkjum það vel að staða liðanna í deild skiptir engu máli í svona leik. Í gegnum árin hefur staðan verið ákkúrat öfug við það sem hún er nú, Manchester United að berjast á toppnum og Liverpool nokkrum sætum neðar. Það er hinsvegar afskaplega ánægjulegt að staðan er eins og hún er í dag.
Það er svo fyrir löngu síðan kominn tími á að Liverpool vinni United á Anfield en síðustu tveir leikir hafa endað með markalausu jafntefli. Okkar menn hafa ekki sigrað United heima síðan 1. september 2013 þegar 1-0 sigur vannst, síðasti sigur á United kom svo 16. mars 2014 þegar Liverpool mætti á Old Trafford og slátraði United 0-3. Ef við skoðum síðustu 10 leiki liðanna á Anfield hefur Liverpool aðeins unnið fjóra þeirra, United hafa unnið þrjá og jafnmargir hafa endað með jafntefli. Liverpool hefur svo ekki skorað mark á Anfield gegn United undir stjórn Mourinho og það má nú alveg breytast á sunnudaginn.
Spáin að þessu sinni er sú að loksins rennur upp sigurstund gegn erkifjendunum frá Manchester. Sigurinn verður auðvitað torsóttur og lokatölur verða 2-1. Við skulum segja að Liverpool skorar fyrsta markið í fyrri hálfleik, United jafna snemma í þeim síðari og sigurmarkið kemur svo á síðustu 15 mínútum leiksins.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í deildinni með 10 mörk, 13 í öllum keppnum.
- Anthony Martial er markahæstur United manna með 7 mörk í deild og 8 í öllum keppnum.
- Fyrir leikinn er Liverpool í toppsæti deildarinnar með 42 stig eftir 16 leiki, það verður þó líklega breytt eftir leiki laugardagsins því Manchester City spila þann dag.
- Manchester United eru í 6. sæti með 26 stig.
- Liverpool hafa fengið á sig fæst mörk allra liða í deildinni, aðeins sex talsins.
- United hafa hinsvegar fengið á sig 26 mörk það sem af er deildarkeppninnar.
Skörð hafa heldur betur verið hoggin í varnarlínu okkar manna síðustu daga en undir lok leiksins gegn Napoli meiddust þeir Trent Alexander-Arnold og Joel Matip. Sá fyrrnefndi verður líklega ekki mjög lengi frá en nær þó ekki leiknum gegn United. Matip viðbeinsbrotnaði eftir að hafa lent illa og verður hinsvegar frá fram til loka janúarmánaðar. Eins og áður hefur komið fram er svo Joe Gomez einnig meiddur. Þá er James Milner skráður á meiðslalistanum en hann fékk víst vægan krampa í lokin gegn Napoli og ætti að vera klár í slaginn. Jürgen Klopp sagði svo á blaðamannafundi í dag að Nathaniel Clyne, sem hefur lítið sem ekkert spilað síðasta eina og hálfa árið, hefur æft síðustu viku eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Hvort hann sé klár í 90 mínútur eða um það bil í svona stórleik skal ósagt látið.
Líklegast er að James Milner fari í hægri bakvarðastöðuna líkt og hann gerði gegn Bournemouth um síðustu helgi en Klopp sagði á áðurnefndum blaðamannafundi í dag að Rafa Camacho gæti alveg komið til greina þar einnig. Dejan Lovren verður svo með van Dijk í miðverði og Andy Robertson í bakverði. Eins og venjulega er erfitt að segja til um hvernig miðjan verður skipuð en mér þykir þó líklegt að þeir Naby Keita og Fabinho komi inn. Fabinho er hávaxinn og gæti nýst vel í að glíma við Marouane Fellaini sem klárlega verður í byrjunarliði gestanna í þessum leik. Frammi verða svo þeir Mané, Firmino og Salah.
Gestirnir eiga við sama vandamál að stríða hvað meiðsli varnarmanna varðar og er staðan eiginlega verri hjá United. Alls eru níu leikmenn skráðir meiddir hjá þeim og þar af eru sex varnarmenn, þeir Smalling, Rojo, Lindelöf, Shaw, Darmian og Dalot. Við þennan lista bætast svo McTominay, Martial og Sanchéz en Mourinho sagði reyndar á blaðamannafundi í dag að nokkrir þessara leikmanna gætu alveg náð sér heilum fyrir sunnudaginn. Hvernig svo sem liði gestanna verður stillt upp er alveg vitað að þeir verða klárir í slaginn og við Liverpool menn þekkjum það vel að staða liðanna í deild skiptir engu máli í svona leik. Í gegnum árin hefur staðan verið ákkúrat öfug við það sem hún er nú, Manchester United að berjast á toppnum og Liverpool nokkrum sætum neðar. Það er hinsvegar afskaplega ánægjulegt að staðan er eins og hún er í dag.
Það er svo fyrir löngu síðan kominn tími á að Liverpool vinni United á Anfield en síðustu tveir leikir hafa endað með markalausu jafntefli. Okkar menn hafa ekki sigrað United heima síðan 1. september 2013 þegar 1-0 sigur vannst, síðasti sigur á United kom svo 16. mars 2014 þegar Liverpool mætti á Old Trafford og slátraði United 0-3. Ef við skoðum síðustu 10 leiki liðanna á Anfield hefur Liverpool aðeins unnið fjóra þeirra, United hafa unnið þrjá og jafnmargir hafa endað með jafntefli. Liverpool hefur svo ekki skorað mark á Anfield gegn United undir stjórn Mourinho og það má nú alveg breytast á sunnudaginn.
Spáin að þessu sinni er sú að loksins rennur upp sigurstund gegn erkifjendunum frá Manchester. Sigurinn verður auðvitað torsóttur og lokatölur verða 2-1. Við skulum segja að Liverpool skorar fyrsta markið í fyrri hálfleik, United jafna snemma í þeim síðari og sigurmarkið kemur svo á síðustu 15 mínútum leiksins.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í deildinni með 10 mörk, 13 í öllum keppnum.
- Anthony Martial er markahæstur United manna með 7 mörk í deild og 8 í öllum keppnum.
- Fyrir leikinn er Liverpool í toppsæti deildarinnar með 42 stig eftir 16 leiki, það verður þó líklega breytt eftir leiki laugardagsins því Manchester City spila þann dag.
- Manchester United eru í 6. sæti með 26 stig.
- Liverpool hafa fengið á sig fæst mörk allra liða í deildinni, aðeins sex talsins.
- United hafa hinsvegar fengið á sig 26 mörk það sem af er deildarkeppninnar.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan