| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Frábær sigur á United
Liverpool vann loks sigur á Manchester United á Anfield. Yfirburðir heimamanna voru miklir allan leikinn og lokatölur 3-1.
Jürgen Klopp gerði breytingar á liðinu eins og við var að búast. Nathaniel Clyne var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í deildinni á þessu tímabili, Dejan Lovren var við hlið Virgil van Dijk í miðri vörninni og á miðjunni komu þeir Fabinho og Naby Keita inn. James Milner var svo ekki í leikmannahópnum vegna smávægilegra meiðsla. Manchester United náði að púsla saman nokkuð sterku liði en eins og komið var inná í upphitun eiga þeir við mikil meiðslavandræði að stríða. Þeir þurftu þó að gera eina breytingu rétt fyrir leik þegar Chris Smalling dró sig út úr byrjunarliðinu og Eric Bailly kom inn í hans stað.
Leikurinn fór vel af stað og Liverpool menn settu tóninn strax í byrjun með því að vera grimmir í að vinna boltann til baka og sækja hratt upp völlinn. Firmino fékk sendingu innfyrir frá Salah og sendi fyrir markið en Young komst fyrir sendinguna. United skoruðu svo mark eftir aukaspyrnu skömmu síðar en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Lukaku var fyrir innan þegar sendingin kom og sveiflaði fætinum í átt að boltanum. Hann snerti ekki boltann og í markið skoppaði hann en aðstoðardómarinn lyfti flaggi sínu. Firmino og Fabinho áttu marktilraunir sem de Gea varði og fastur skalli frá Lovren eftir hornspyrnu fór því miður beint á Young sem hreinsaði frá marki, nánast á marklínunni.
Á 24. mínútu kom svo fyrsta mark leiksins. Young fór í heldur hressilega tæklingu úti á vinstri kanti á Salah og Liverpool fékk innkast. Boltinn barst út til Fabinho sem var fyrir utan teiginn. Hann lyfti boltanum snyrtilega innfyrir á Mané sem tók boltann á kassann og sendi hann svo beint í mark United. Staðan verðskulduð 1-0. Dejan Lovren fékk svo fínt færi á markteig en þrumaði boltanum yfir markið undir pressu frá Bailly. En jöfnunarmark United kom áður en fyrri hálfleikur var úti. Lukaku fékk sendingu vinstra megin á teignum og náði að senda boltann fyrir. Alisson virtist eiga auðvelt með að grípa boltann en hann náði því ekki og boltinn fór svo í hnéð á honum og út í teiginn. Þar var Jesse Lingard mættur og setti boltann í markið. Klárlega mark gegn gangi leiksins en Liverpool menn hengdu sem betur fer ekki haus við þetta. Staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Seinni hálfleikur var svo algjörlega eign Liverpool en eins og oft áður var það de Gea sem hélt United á floti með góðum vörslum. Firmino átti flott skot úr þröngri stöðu á teignum sem var varið og Young komst svo fyrir skot sem Keita reyndi þegar hann náði frákastinu. Lovren og van Dijk áttu tilraunir eftir hornspyrnu Liverpool, sem voru fjölmargar í leiknum en varnarmenn United náðu að komast fyrir skot þeirra.
Eina færi United í seinni hálfleik kom eftir sendingu frá vinstri þar sem Fellaini, sem kom inná í hálfleik, lúrði á fjærstönginni en frábær skalli frá Robertson bjargaði því að Belginn næði til boltans. Á 70. mínútu kom svo skipting hjá Liverpool sem breytti gangi leiksins. Xerdan Shaqiri kom inn fyrir Naby Keita. Aðeins þrem mínútum síðar var Svisslendingurinn búinn að skora ! Sadio Mané gerði vel vinstra megin þegar hann sólaði sig framhjá Herrera sem sat eftir á rassinum. Sending frá Mané inná markteig fór í fætur United leikmanns og de Gea sló boltann út í teiginn þar sem Shaqiri mætti og þrumaði að marki. Boltinn hafði viðkomu í Young og þaðan fór hann í þverslána og inn. Að sjálfsögðu var markinu gríðarlega vel fagnað við Kop stúkuna. Shaqiri lét ekki þar við sitja og á 80. mínútu endurtók hann leikinn með skoti á vítateigslínu sem hafði viðkomu í Bailly og í markið. Lokatölur 3-1 fyrir heimamenn sem fögnuðu afskaplega vel góðum sigri á United, sem var jú löngu tímabær og endurheimt á toppsæti deildarinnar.
Liverpool: Alisson, Clyne, Lovren, van Dijk, Robertson, Fabinho, Keita (Shaqiri, 70. mín.), Wijnaldum, Mané (Henderson, 84. mín.), Salah, Firmino. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Camacho, Lallana, Sturridge.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (24. mín.) og Xerdan Shaqiri (73. og 80. mín.).
Manchester United: de Gea, Darmian, Bailly, Lindelöf, Young, Dalot (Fellaini, 45. mín.), Herrera (Martial, 79. mín.), Matic, Rashford, Lingard (Mata, 85. mín.), Lukaku. Ónotaðir varamenn: Romero, Jones, Valencia, Pogba.
Mark Manchester United: Jesse Lingard (33. mín.).
Gul spjöld: Dalot og Lukaku.
Áhorfendur á Anfield: 52.908.
Maður leiksins: Fabinho var allt í öllu á miðjunni hjá Liverpool og þó svo að Shaqiri geri stórt tilkall til þess að vera maður leiksins verður að segjast að frammistaða Brasilíumannsins í leiknum hafi verið hreint út sagt frábær. Hann var sífellt ógnandi með góðum sendingum framá við, lagði upp fyrsta markið og var duglegur að vinna boltann þegar á þurfti að halda.
Jürgen Klopp: ,,Ég er í skýjunum með frammistöðuna. Strákarnir stóðu sig stórkostlega vel. Við sáum byrjunarlið United og það voru klár gæði þar, þeir voru skipulagðir og berjast fyrir sínu. Planið var að vera hugrakkir og koma boltanum bakvið varnarlínu þeirra. Ef við hefðum teiknað upp eitt mark fyrir leik þá hefði það verið ákkúrat eins og fyrsta markið var, við áttum sigurinn fyllilega skilið."
Fróðleikur:
- Liverpool komst aftur á toppinn og eru með 45 stig eftir 17 leiki í deildinni.
- 19 stigum munar á Liverpool og Manchester United en aldrei fyrr í sögu deildarinnar hefur verið svo mikill stigamunur á liðunum.
- Liverpool átti 36 marktilraunir í leiknum og hafa United aldrei áður fengið svo mörg skot á sig í einum leik (tölfræðimælingar á skotum hófust tímabilið 2002-03).
- Sadio Mané skoraði sitt 7. deildarmark á leiktíðinni og hefur hann skorað átta mörk alls.
- Xerdan Shaqiri hefur nú skorað fimm mörk fyrir Liverpool það sem af er og öll hafa þau komið í deildinni.
Jürgen Klopp gerði breytingar á liðinu eins og við var að búast. Nathaniel Clyne var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í deildinni á þessu tímabili, Dejan Lovren var við hlið Virgil van Dijk í miðri vörninni og á miðjunni komu þeir Fabinho og Naby Keita inn. James Milner var svo ekki í leikmannahópnum vegna smávægilegra meiðsla. Manchester United náði að púsla saman nokkuð sterku liði en eins og komið var inná í upphitun eiga þeir við mikil meiðslavandræði að stríða. Þeir þurftu þó að gera eina breytingu rétt fyrir leik þegar Chris Smalling dró sig út úr byrjunarliðinu og Eric Bailly kom inn í hans stað.
Leikurinn fór vel af stað og Liverpool menn settu tóninn strax í byrjun með því að vera grimmir í að vinna boltann til baka og sækja hratt upp völlinn. Firmino fékk sendingu innfyrir frá Salah og sendi fyrir markið en Young komst fyrir sendinguna. United skoruðu svo mark eftir aukaspyrnu skömmu síðar en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Lukaku var fyrir innan þegar sendingin kom og sveiflaði fætinum í átt að boltanum. Hann snerti ekki boltann og í markið skoppaði hann en aðstoðardómarinn lyfti flaggi sínu. Firmino og Fabinho áttu marktilraunir sem de Gea varði og fastur skalli frá Lovren eftir hornspyrnu fór því miður beint á Young sem hreinsaði frá marki, nánast á marklínunni.
Á 24. mínútu kom svo fyrsta mark leiksins. Young fór í heldur hressilega tæklingu úti á vinstri kanti á Salah og Liverpool fékk innkast. Boltinn barst út til Fabinho sem var fyrir utan teiginn. Hann lyfti boltanum snyrtilega innfyrir á Mané sem tók boltann á kassann og sendi hann svo beint í mark United. Staðan verðskulduð 1-0. Dejan Lovren fékk svo fínt færi á markteig en þrumaði boltanum yfir markið undir pressu frá Bailly. En jöfnunarmark United kom áður en fyrri hálfleikur var úti. Lukaku fékk sendingu vinstra megin á teignum og náði að senda boltann fyrir. Alisson virtist eiga auðvelt með að grípa boltann en hann náði því ekki og boltinn fór svo í hnéð á honum og út í teiginn. Þar var Jesse Lingard mættur og setti boltann í markið. Klárlega mark gegn gangi leiksins en Liverpool menn hengdu sem betur fer ekki haus við þetta. Staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Seinni hálfleikur var svo algjörlega eign Liverpool en eins og oft áður var það de Gea sem hélt United á floti með góðum vörslum. Firmino átti flott skot úr þröngri stöðu á teignum sem var varið og Young komst svo fyrir skot sem Keita reyndi þegar hann náði frákastinu. Lovren og van Dijk áttu tilraunir eftir hornspyrnu Liverpool, sem voru fjölmargar í leiknum en varnarmenn United náðu að komast fyrir skot þeirra.
Eina færi United í seinni hálfleik kom eftir sendingu frá vinstri þar sem Fellaini, sem kom inná í hálfleik, lúrði á fjærstönginni en frábær skalli frá Robertson bjargaði því að Belginn næði til boltans. Á 70. mínútu kom svo skipting hjá Liverpool sem breytti gangi leiksins. Xerdan Shaqiri kom inn fyrir Naby Keita. Aðeins þrem mínútum síðar var Svisslendingurinn búinn að skora ! Sadio Mané gerði vel vinstra megin þegar hann sólaði sig framhjá Herrera sem sat eftir á rassinum. Sending frá Mané inná markteig fór í fætur United leikmanns og de Gea sló boltann út í teiginn þar sem Shaqiri mætti og þrumaði að marki. Boltinn hafði viðkomu í Young og þaðan fór hann í þverslána og inn. Að sjálfsögðu var markinu gríðarlega vel fagnað við Kop stúkuna. Shaqiri lét ekki þar við sitja og á 80. mínútu endurtók hann leikinn með skoti á vítateigslínu sem hafði viðkomu í Bailly og í markið. Lokatölur 3-1 fyrir heimamenn sem fögnuðu afskaplega vel góðum sigri á United, sem var jú löngu tímabær og endurheimt á toppsæti deildarinnar.
Liverpool: Alisson, Clyne, Lovren, van Dijk, Robertson, Fabinho, Keita (Shaqiri, 70. mín.), Wijnaldum, Mané (Henderson, 84. mín.), Salah, Firmino. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Camacho, Lallana, Sturridge.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (24. mín.) og Xerdan Shaqiri (73. og 80. mín.).
Manchester United: de Gea, Darmian, Bailly, Lindelöf, Young, Dalot (Fellaini, 45. mín.), Herrera (Martial, 79. mín.), Matic, Rashford, Lingard (Mata, 85. mín.), Lukaku. Ónotaðir varamenn: Romero, Jones, Valencia, Pogba.
Mark Manchester United: Jesse Lingard (33. mín.).
Gul spjöld: Dalot og Lukaku.
Áhorfendur á Anfield: 52.908.
Maður leiksins: Fabinho var allt í öllu á miðjunni hjá Liverpool og þó svo að Shaqiri geri stórt tilkall til þess að vera maður leiksins verður að segjast að frammistaða Brasilíumannsins í leiknum hafi verið hreint út sagt frábær. Hann var sífellt ógnandi með góðum sendingum framá við, lagði upp fyrsta markið og var duglegur að vinna boltann þegar á þurfti að halda.
Jürgen Klopp: ,,Ég er í skýjunum með frammistöðuna. Strákarnir stóðu sig stórkostlega vel. Við sáum byrjunarlið United og það voru klár gæði þar, þeir voru skipulagðir og berjast fyrir sínu. Planið var að vera hugrakkir og koma boltanum bakvið varnarlínu þeirra. Ef við hefðum teiknað upp eitt mark fyrir leik þá hefði það verið ákkúrat eins og fyrsta markið var, við áttum sigurinn fyllilega skilið."
Fróðleikur:
- Liverpool komst aftur á toppinn og eru með 45 stig eftir 17 leiki í deildinni.
- 19 stigum munar á Liverpool og Manchester United en aldrei fyrr í sögu deildarinnar hefur verið svo mikill stigamunur á liðunum.
- Liverpool átti 36 marktilraunir í leiknum og hafa United aldrei áður fengið svo mörg skot á sig í einum leik (tölfræðimælingar á skotum hófust tímabilið 2002-03).
- Sadio Mané skoraði sitt 7. deildarmark á leiktíðinni og hefur hann skorað átta mörk alls.
- Xerdan Shaqiri hefur nú skorað fimm mörk fyrir Liverpool það sem af er og öll hafa þau komið í deildinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan