| Sf. Gutt
Liverpool vann nauðsynlegan sigur í Southampton í gærkvöldi. Enn lifir von um Englandsmeistaratitilinn. Jürgen Klopp segir að Liverpool gefist aldrei upp í baráttunni þó möguleikarnir séu ekki miklir.
,,Við gefumst aldrei upp. Það er enn möguleiki. Ekki líklegt en samt mögulegt. Það er nóg að eiga möguleika. Hvernig sem fer á sunnudaginn þá ættu allir sem tengjast Liverpool Football Club á einhvern hátt að vera virkilega stoltir af strákunum."
Liverpool mætir Wolverhampton Wanderes á Anfield á sunnudaginn í síðustu umferð deildarinnar. Á sama tíma mætir Manchester City Aston Villa á heimavelli sínum. Liverpool þarf að vinna sinn leik og Manchester City þarf að missa stig til að Liverpool geti orðið Englandsmeistari.
Tveir titlar eru komnir í hús á Anfield Road! Það er ennþá möguleiki á að vinna tvo í viðbót. Vonin um Fernuna lifir!
TIL BAKA
Við gefumst aldrei upp!

Liverpool vann nauðsynlegan sigur í Southampton í gærkvöldi. Enn lifir von um Englandsmeistaratitilinn. Jürgen Klopp segir að Liverpool gefist aldrei upp í baráttunni þó möguleikarnir séu ekki miklir.

,,Við gefumst aldrei upp. Það er enn möguleiki. Ekki líklegt en samt mögulegt. Það er nóg að eiga möguleika. Hvernig sem fer á sunnudaginn þá ættu allir sem tengjast Liverpool Football Club á einhvern hátt að vera virkilega stoltir af strákunum."
Liverpool mætir Wolverhampton Wanderes á Anfield á sunnudaginn í síðustu umferð deildarinnar. Á sama tíma mætir Manchester City Aston Villa á heimavelli sínum. Liverpool þarf að vinna sinn leik og Manchester City þarf að missa stig til að Liverpool geti orðið Englandsmeistari.
Tveir titlar eru komnir í hús á Anfield Road! Það er ennþá möguleiki á að vinna tvo í viðbót. Vonin um Fernuna lifir!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan