| Sf. Gutt
Liverpool vs Wolverhampton Wanderes
Síðasta umferð ensku Úrvalsdeildarinnar á þessu keppnistímabili fer fram á morgun. Liverpool eða Manchester City verður Englandsmeistari.
Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City eru með öll spil á hendi. Manchester City er með 90 stig. Liverpool hefur 89 stig. Staðan er þessi. Manchester City verður Englandsmeistari með sigri á Aston Villa en liðin leika á Ethiat leikvanginum. Ef Liverpool tapar eða gerir jafntefli verður City meistari. Ef Manchester City tapar og Liverpool gerir jafntefli verður City meistari á markahlutfalli en liðið er með sjö mörkum betri markatölu en Liverpool. Til þess að Liverpool verði Englandsmeistari verður Liverpool að vinna Wolves og um leið má Manchester City ekki vinna sinn leik. Sigur Liverpool gerir liðið að meisturum ef Manchester City vinnur ekki sinn leik. Allt frekar einfalt!
Hvað svo sem gerist á Ethiat þá þarf Liverpool að vinna Wolves á Anfield. Það er frumskilyrði. Það má ekki gerast að Liverpool misstigi sig á sama tíma og Manchester City nái ekki að vinna Aston Villa. Wolves er með gott lið en liðið hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu vikurnar. Liverpool á því að vinna sigur á Wolves. Sama má segja um Manchester City. Liðið á að vinna Aston Villa. Það skiptir ekki öllu að Steven Gerrard sé framkvæmdastjóri Aston Villa!
Það bendir því miður flest til þess að Manchester City verji Englandsmeistaratitil sinn. Fari svo er samt ekki annað hægt en að hylla Liverpool í dag. Liðið hefur verið frábært á leiktíðinni. Hingað til hefur liðið unnið Deildarbikarinn og FA bikarinn. Næsta laugardag leikur liðið svo til úrslita um Evrópubikarinn við Real Madrid. Liðið getur unnið Þrennu eða Fernu og tveir leikir eftir. Stórkostlegur árangur hjá liði sem er eitt það besta í sögu ensku knattspyrnunnar og hvað þá ensku knattspyrnunnar!
Liverpool vinnur Wolves 3:0. Sadio Mané, Roberto Firmino og Divock Origi skora mörkin. Í tilefni dagsins ætla ég að spá um leik Manchester City og Aston Villa. Ég spái því að liðin geri 1:1 jafntefli. Þetta er ekki óskhyggja. Ég fékk það á tilfinninguna um miðjan janúar að Liverpool myndi verða Englandsmeistari. Ég trúi því að sú tilfinning reynist rétt!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool vs Wolverhampton Wanderes
Síðasta umferð ensku Úrvalsdeildarinnar á þessu keppnistímabili fer fram á morgun. Liverpool eða Manchester City verður Englandsmeistari.
Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City eru með öll spil á hendi. Manchester City er með 90 stig. Liverpool hefur 89 stig. Staðan er þessi. Manchester City verður Englandsmeistari með sigri á Aston Villa en liðin leika á Ethiat leikvanginum. Ef Liverpool tapar eða gerir jafntefli verður City meistari. Ef Manchester City tapar og Liverpool gerir jafntefli verður City meistari á markahlutfalli en liðið er með sjö mörkum betri markatölu en Liverpool. Til þess að Liverpool verði Englandsmeistari verður Liverpool að vinna Wolves og um leið má Manchester City ekki vinna sinn leik. Sigur Liverpool gerir liðið að meisturum ef Manchester City vinnur ekki sinn leik. Allt frekar einfalt!
Hvað svo sem gerist á Ethiat þá þarf Liverpool að vinna Wolves á Anfield. Það er frumskilyrði. Það má ekki gerast að Liverpool misstigi sig á sama tíma og Manchester City nái ekki að vinna Aston Villa. Wolves er með gott lið en liðið hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu vikurnar. Liverpool á því að vinna sigur á Wolves. Sama má segja um Manchester City. Liðið á að vinna Aston Villa. Það skiptir ekki öllu að Steven Gerrard sé framkvæmdastjóri Aston Villa!
Það bendir því miður flest til þess að Manchester City verji Englandsmeistaratitil sinn. Fari svo er samt ekki annað hægt en að hylla Liverpool í dag. Liðið hefur verið frábært á leiktíðinni. Hingað til hefur liðið unnið Deildarbikarinn og FA bikarinn. Næsta laugardag leikur liðið svo til úrslita um Evrópubikarinn við Real Madrid. Liðið getur unnið Þrennu eða Fernu og tveir leikir eftir. Stórkostlegur árangur hjá liði sem er eitt það besta í sögu ensku knattspyrnunnar og hvað þá ensku knattspyrnunnar!
Liverpool vinnur Wolves 3:0. Sadio Mané, Roberto Firmino og Divock Origi skora mörkin. Í tilefni dagsins ætla ég að spá um leik Manchester City og Aston Villa. Ég spái því að liðin geri 1:1 jafntefli. Þetta er ekki óskhyggja. Ég fékk það á tilfinninguna um miðjan janúar að Liverpool myndi verða Englandsmeistari. Ég trúi því að sú tilfinning reynist rétt!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan