| Sf. Gutt
Liverpool kláraði sitt verkefni en allt kom fyrir ekki! Liverpool vann Wolverhampton Wanderes 2:1 á Anfield Road í síðustu umferð deildarinnar en Manchester City brást ekki bogalistin og lagði Aston Villa að velli á Ethiad. Liverpool hafnaði því í öðru sæti deildarinnar. Grátlegt eftir frábæran árangur í deildinni á leiktíðinni.
Andrúmsloftið var rafmagnað þegar leikmenn Liverpool og Wolves gengu til leiks út á Anfield. Liverpool var með sitt sterkasta lið ef frá er talið að Fabinho Tavarez var utan hóps vegna meiðsla. Mohamed Salah og Virgil van Dijk komu aftur inn í liðshópinn en voru á bekknum.
Óskabyrjun hefði verið að Liverpol kæmist yfir snemma í leiknum en annað varð uppi á teningnum. Wolves náði forystu á 3. mínútu. Langt útspark markvarðar Wolves fór yfir Ibrahima Konaté og Raul Jimenez fékk boltann hægra megin. Hann sendi fyrir markið á Pedro Neto sem skoraði örugglega af stuttu færi. Kjaftshögg fyrir Liverpool en hvorki leikmenn eða stuðningsmenn Liverpool lögðu árar í bát. Leikur Liverpool var samt losaralegur og vörnin opin enda allt sett í sóknina. Á 18. mínútu munaði litlu að Wolves bætti við marki. Pedro sendi fyrir frá vinstri og Leander Dendoncker skaut rétt framhjá af stuttu færi.
Staða Liverpool vænkaðist á 24. mínútu. Ibrahima sendi fram völlinn á Thiago Alcântara. Hann sendi boltann með hælnum inn fyrir vörnina á Sadio Mané sem lék inn í vítateiginn og skoraði. Mikill fögnuður braust út og nú var allt jafnt á nýjan leik. Sóknir Liverpool buldu á vörn Wolves en þar vörðust menn eins og ljón. Skyndisóknir Wolves voru hættulegar og á 39. mínútu komst Hwang Hee-Chan í færi en Alisson Becker gerði vel í að verja í horn. Jafnt í hálfleik en góðar fréttir höfðu borist frá Manchester því Aston Villa hafði komist yfir á 37. mínútu. Verri fréttir voru að Thiago varð að fara af velli vegna meiðsla í leikhléi. James Milner tók stöðu hans. Wolves varð líka að skipta en John Ruddy kom í stað José Sá í markinu.
Það var meiri yfirvegun í leik Liverpool eftir hlé. En sama var að sóknin var linnulaus. Vörn Wolves var sem fyrr frábær og Liverpool gekk illa að opna hana. Skyndisóknir Úlfanna sköpuðu oft hættu. Á 57. mínútu átti Luis Díaz skot sem varnarmaður komst fyrir. Rétt á eftir kom Mohamed Salah inn fyrir Digo Jota. Enn sótti Liverpool og á 64. mínútu átti Trent Alexander-Arnold skot utan teigs sem var varið. Allt í einu braust út mikill fögnuður þegar fréttir bárust frá Manchester um að Aston Villa hefði skorað á 69. mínútu þess leiks. Nú þurfti Liverpool bara að skora til að verða Englandsmeistari ef ekkert breyttist að ráði í Manchester.
Mohamed átti skot á 78. mínútu sem John varði og mínútu seinna komst varnarmaður fyrir skot hans. Verri tíðindi fóru að berast frá Manchester. Meistararnir höfðu skorað tvívegis á tveimur mínútum 76. og 78. mínútu í þeim leik. Samt þurfti Liverpool bara eitt mark til að vinna titilinn ef Villa næði að verjast það sem eftir var. Það tókst ekki og City komst yfir þremur mínútum eftir jöfnunarmark sitt.
Í sömu svifum náði Liverpool loksins að komast yfir. Trent tók horn frá hægri. Joël Matip stökk hæst og skallaði að marki. Bjargað var á línu en Joël vann í kjölfarið skallaeinvígi og skallaði til Mohamed sem skoraði alveg upp við markið vinstra megin. Gríðarlegur fögnuður var blandaður efa því sumir vissu að Manchester City hefði snúið sínum leik sér í vil. Mínútu fyrir leikslok skoraði Liverpool aftur. Andrew Robertson tók ripsu vinstra megin og sendi fram á varamanninn Roberto Firmino. Hann lék upp að endamörkum og sendi til baka út í teiginn á Skotann sem var mættur til að skora úr markteignum. Glæsilegur endasprettur Liverpool tryggði sigur en allt kom fyrir ekki!
Leikmenn Liverpool voru hylltir vel og lengi eftir leik og það verðskuldað. Liðið hefur verið hreint út sagt frábært á leiktíðinni. Engu mátti muna í deildinni og tveir bikarar voru teknir fram eftir leikinn. Divock Origi var kvaddur með virktum en hann gat ekki leikið vegna meiðsla. Næsta laugardag gefst færi á Þrennu! Vonandi tekst að vinna hana. Þetta Liverpool lið á skilið að vinna Evrópubikarinn og vista hann næsta árið með Deildarbikarnum og FA bikarnum!
Mörk Liverpool: Sadio Mané (24. mín.), Mohamed Salah (84. mín) og Andrew Robertson (89. mín.).
Gult spjald: Joël Matip.
Mark Wolverhampton Wanderes: Pedro Neto (3. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 53.097.
Maður leiksins: Sadio Mané. Senegalinn var óþreytandi og lagði allt í leikinn. Hann er búinn að vera frábær síðustu vikur og í raun allt frá því hann varð Afríkumeistari.
Jürgen Klopp: Ég óska Manchester City, Pep Guardiola og öllum stuðningsmönnunum til hamingju. Við gerðum baráttuna um titilinn harða. Við börðumst eins og ljón en þessi leikur var ekki sem bestur. Við byrjuðum illa og fengum á baukinn. Við þurftum að taka verulega á því en þegar upp var staðið náðum við öðru sæti. Það er virkilega góður árangur en um leið vonbrigði.
- Liverpool endaði í öðru sæti deildarinnar með 92 stig. Manchester City varð Englandsmeistari með 93 stig.
- Sadio Mané skoraði 23. mark sitt á leiktíðinni.
- Mohamed Salah skoraði 31. mark sitt á sparktíðinni. Hann fékk Gullskóinn með Son Heung-min leikmanni Tottenham. Báðir skoruðu 23 deildarmörk.
- Andrew Robertson skoraði þriðja mark sitt á keppnistímabilinu.
TIL BAKA
Allt kom fyrir ekki!
Liverpool kláraði sitt verkefni en allt kom fyrir ekki! Liverpool vann Wolverhampton Wanderes 2:1 á Anfield Road í síðustu umferð deildarinnar en Manchester City brást ekki bogalistin og lagði Aston Villa að velli á Ethiad. Liverpool hafnaði því í öðru sæti deildarinnar. Grátlegt eftir frábæran árangur í deildinni á leiktíðinni.
Andrúmsloftið var rafmagnað þegar leikmenn Liverpool og Wolves gengu til leiks út á Anfield. Liverpool var með sitt sterkasta lið ef frá er talið að Fabinho Tavarez var utan hóps vegna meiðsla. Mohamed Salah og Virgil van Dijk komu aftur inn í liðshópinn en voru á bekknum.
Óskabyrjun hefði verið að Liverpol kæmist yfir snemma í leiknum en annað varð uppi á teningnum. Wolves náði forystu á 3. mínútu. Langt útspark markvarðar Wolves fór yfir Ibrahima Konaté og Raul Jimenez fékk boltann hægra megin. Hann sendi fyrir markið á Pedro Neto sem skoraði örugglega af stuttu færi. Kjaftshögg fyrir Liverpool en hvorki leikmenn eða stuðningsmenn Liverpool lögðu árar í bát. Leikur Liverpool var samt losaralegur og vörnin opin enda allt sett í sóknina. Á 18. mínútu munaði litlu að Wolves bætti við marki. Pedro sendi fyrir frá vinstri og Leander Dendoncker skaut rétt framhjá af stuttu færi.
Staða Liverpool vænkaðist á 24. mínútu. Ibrahima sendi fram völlinn á Thiago Alcântara. Hann sendi boltann með hælnum inn fyrir vörnina á Sadio Mané sem lék inn í vítateiginn og skoraði. Mikill fögnuður braust út og nú var allt jafnt á nýjan leik. Sóknir Liverpool buldu á vörn Wolves en þar vörðust menn eins og ljón. Skyndisóknir Wolves voru hættulegar og á 39. mínútu komst Hwang Hee-Chan í færi en Alisson Becker gerði vel í að verja í horn. Jafnt í hálfleik en góðar fréttir höfðu borist frá Manchester því Aston Villa hafði komist yfir á 37. mínútu. Verri fréttir voru að Thiago varð að fara af velli vegna meiðsla í leikhléi. James Milner tók stöðu hans. Wolves varð líka að skipta en John Ruddy kom í stað José Sá í markinu.
Það var meiri yfirvegun í leik Liverpool eftir hlé. En sama var að sóknin var linnulaus. Vörn Wolves var sem fyrr frábær og Liverpool gekk illa að opna hana. Skyndisóknir Úlfanna sköpuðu oft hættu. Á 57. mínútu átti Luis Díaz skot sem varnarmaður komst fyrir. Rétt á eftir kom Mohamed Salah inn fyrir Digo Jota. Enn sótti Liverpool og á 64. mínútu átti Trent Alexander-Arnold skot utan teigs sem var varið. Allt í einu braust út mikill fögnuður þegar fréttir bárust frá Manchester um að Aston Villa hefði skorað á 69. mínútu þess leiks. Nú þurfti Liverpool bara að skora til að verða Englandsmeistari ef ekkert breyttist að ráði í Manchester.
Mohamed átti skot á 78. mínútu sem John varði og mínútu seinna komst varnarmaður fyrir skot hans. Verri tíðindi fóru að berast frá Manchester. Meistararnir höfðu skorað tvívegis á tveimur mínútum 76. og 78. mínútu í þeim leik. Samt þurfti Liverpool bara eitt mark til að vinna titilinn ef Villa næði að verjast það sem eftir var. Það tókst ekki og City komst yfir þremur mínútum eftir jöfnunarmark sitt.
Í sömu svifum náði Liverpool loksins að komast yfir. Trent tók horn frá hægri. Joël Matip stökk hæst og skallaði að marki. Bjargað var á línu en Joël vann í kjölfarið skallaeinvígi og skallaði til Mohamed sem skoraði alveg upp við markið vinstra megin. Gríðarlegur fögnuður var blandaður efa því sumir vissu að Manchester City hefði snúið sínum leik sér í vil. Mínútu fyrir leikslok skoraði Liverpool aftur. Andrew Robertson tók ripsu vinstra megin og sendi fram á varamanninn Roberto Firmino. Hann lék upp að endamörkum og sendi til baka út í teiginn á Skotann sem var mættur til að skora úr markteignum. Glæsilegur endasprettur Liverpool tryggði sigur en allt kom fyrir ekki!
Leikmenn Liverpool voru hylltir vel og lengi eftir leik og það verðskuldað. Liðið hefur verið hreint út sagt frábært á leiktíðinni. Engu mátti muna í deildinni og tveir bikarar voru teknir fram eftir leikinn. Divock Origi var kvaddur með virktum en hann gat ekki leikið vegna meiðsla. Næsta laugardag gefst færi á Þrennu! Vonandi tekst að vinna hana. Þetta Liverpool lið á skilið að vinna Evrópubikarinn og vista hann næsta árið með Deildarbikarnum og FA bikarnum!
Mörk Liverpool: Sadio Mané (24. mín.), Mohamed Salah (84. mín) og Andrew Robertson (89. mín.).
Gult spjald: Joël Matip.
Mark Wolverhampton Wanderes: Pedro Neto (3. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 53.097.
Maður leiksins: Sadio Mané. Senegalinn var óþreytandi og lagði allt í leikinn. Hann er búinn að vera frábær síðustu vikur og í raun allt frá því hann varð Afríkumeistari.
Jürgen Klopp: Ég óska Manchester City, Pep Guardiola og öllum stuðningsmönnunum til hamingju. Við gerðum baráttuna um titilinn harða. Við börðumst eins og ljón en þessi leikur var ekki sem bestur. Við byrjuðum illa og fengum á baukinn. Við þurftum að taka verulega á því en þegar upp var staðið náðum við öðru sæti. Það er virkilega góður árangur en um leið vonbrigði.
Fróðleikur
- Liverpool endaði í öðru sæti deildarinnar með 92 stig. Manchester City varð Englandsmeistari með 93 stig.
- Sadio Mané skoraði 23. mark sitt á leiktíðinni.
- Mohamed Salah skoraði 31. mark sitt á sparktíðinni. Hann fékk Gullskóinn með Son Heung-min leikmanni Tottenham. Báðir skoruðu 23 deildarmörk.
- Andrew Robertson skoraði þriðja mark sitt á keppnistímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan