| Sf. Gutt

Niðurtalning - 2. kapítuli


Niðurtalningin heldur áfram í dag. Að þessu sinni verður fjallað um ýmis afrek og met leikmanna Liverpool í Evrópukeppnum.

+ Þetta er 49. leiktíð Liverpool á Evrópumótunum. Þar af er liðið að spila 26. leiktíð sína meðal sterkustu liða Evrópu. 

+ Á þessum leiktíðum hefur Liverpool unnið 11 Evróputitla. 


+ Sigursælasti leikmaður Liverpool í Evrópukeppnum er Phil Neal. Hann vann Evrópubikarinn fjórum sinnum 1977, 1978, 1981 og 1984, Evrópukeppni félagsliða einu sinni 1976 og Stórbikar Evrópu líka einu sinni 1977. 

+ Phil hefur því tekið þátt í sex af 13 Evróputitilsigrum Liverpool. 

+ Phil Neal hefur spilað í fjórum af sex sigurliðum Liverpool í Evrópubikarnum hingað til. 

+ Phil Neal er líka markahæsti leikmaður Liverpool í úrslitaleikjum Evrópubikarsins. Hann skoraði í úrslitaleikjunum 1977 og 1984. 


+ Fimm fyrirliðar Liverpool hafa tekið við Evrópubikarnum. Emlyn Hughes veitti honum viðtöku árin 1977 og 1978. Phil Thompson var fyrirliði 1981 og Graeme Souness leiddi liðið 1984. Steven Gerrard tók svo við Evrópubikarnum til eignar 2005. Jordan Henderson varð fimmti fyrirliði Liverpool til að taka við Evrópubikarnum árið 2019.


+ Þrír leikjahæstu leikmenn Liverpool í Evrópukeppni eru Jamie Carragher 150 leikir, Steven Gerrard 130 og Sami Hyypia 94.

+ Leikjahæstu menn af núverandi leikmönnum Liverpool eru þeir Jordan Henderson 69, Roberto Firmino 64 og James Milner 60. 


+ Markahæstu leikmenn Liverpool í Evrópukeppni eru Steven Gerrard 41, Mohamed Salah 34 og Sadio Mané 26 mörk. Eru hér allar Evrópukeppnir taldar. 

+ Markahæstu menn af núverandi leikmönnum Liverpool eru Mohamed Salah 34, Sadio Mané 26 og Roberto Firmino 22 mörk. 


+ Mohamed Salah hefur skorað átta Evrópumörk hingað til á þessari leiktíð. 

+ Leikmenn Liverpool hafa 20 sinnum skorað Þrennu í Evrópuleikjum.

+ Stærsti sigur Liverpool í Evrópukeppni kom þann 17. september 1974 í Evrópukeppni bikarhafa. Liverpool vann þá Stromsgodset frá Noregi 11:0. Alec Lindsay víti, Phil Boersma 2, Phil Thompson 2, Steve Heighway, Peter Cormack, Emlyn Hughes, Tommy Smith, Ian Callaghan og Ray Kennedy skoruðu. Aðeins þeir Ray Clemence og Brian Hall náðu ekki að skora. Aldrei hafa fleiri leikmenn Liverpool skorað í sama leiknum. Liverpool vann seinni leikinn 1:0 með marki frá Ray Kennedy. 

+ Stærsti sigur samtals kom í Evrópukeppni félagsliða leiktíðina 1969/70. Liverpool vann þá írska liðið Dundalk 10:0 á Anfield Road og 4:0 á Írlandi. Samtals 14:0.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan