| Sf. Gutt
Það er sérstaklega góðs viti þegar Diogo Jota skorar fyrir þau félög sem hann spilar fyrir. Hann náði merkum áfanga um helgina.
Þá skoraði Diogo í 40. deildarleik sínum fyrir Liverpool og Wolverhampton Wanderes. Í þessum 40 leikjum hafa Liverpool og Wolves ekki tapað einum einasta leik. Liverpool hefur unnið 33 af þessum 40 leikjum og gert sjö jafntefli.
Efstur á listanum er Gabriel Jesus sem hefur spilað með Manchester City og Arsenal. Hann er með 57 leiki. Númer tvö er James Milner fyrrum leikmaður Liverpool með 54 leiki. Darius Vassell er þriðji en hann lék 46 leiki sem hann skoraði í og tapaði ekki. Hann spilaði með Aston Villa, Manchester City í efstu deild. Diogo er svo fjórði á listanum. Vonandi nær hann enn ofar!
Þessi tölfræði er miðuð við Úrvalsdeildina á Englandi. Diogo Jota er búinn að reynast Liverpool gríðarlega vel. Þegar hér er komið við sögu er hann búinn að skora 47 mörk í 125 leikjum í öllum keppnum. Hann skoraði 44 mörk í 131 leik fyrir Wolves.
TIL BAKA
Góðs viti þegar Diogo skorar!
Það er sérstaklega góðs viti þegar Diogo Jota skorar fyrir þau félög sem hann spilar fyrir. Hann náði merkum áfanga um helgina.
Þá skoraði Diogo í 40. deildarleik sínum fyrir Liverpool og Wolverhampton Wanderes. Í þessum 40 leikjum hafa Liverpool og Wolves ekki tapað einum einasta leik. Liverpool hefur unnið 33 af þessum 40 leikjum og gert sjö jafntefli.
Efstur á listanum er Gabriel Jesus sem hefur spilað með Manchester City og Arsenal. Hann er með 57 leiki. Númer tvö er James Milner fyrrum leikmaður Liverpool með 54 leiki. Darius Vassell er þriðji en hann lék 46 leiki sem hann skoraði í og tapaði ekki. Hann spilaði með Aston Villa, Manchester City í efstu deild. Diogo er svo fjórði á listanum. Vonandi nær hann enn ofar!
Þessi tölfræði er miðuð við Úrvalsdeildina á Englandi. Diogo Jota er búinn að reynast Liverpool gríðarlega vel. Þegar hér er komið við sögu er hann búinn að skora 47 mörk í 125 leikjum í öllum keppnum. Hann skoraði 44 mörk í 131 leik fyrir Wolves.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan