Joel Matip

Fæðingardagur:
08. ágúst 1991
Fæðingarstaður:
Bochum
Fyrri félög:
Schalke 04
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2016

Joel Matip kom á frjálsri sölu frá þýska liðinu Schalke 04 sumarið 2016.

Hann hóf feril sinn með félögunum SC Weitmar 45 og heimaliðinu sínu VFL Bochum en fljótlega vakti hann áhuga Schalke þar sem hæfileikar hans voru miklir snemma að árum.  Hann spilaði með flestum yngri liðum félagsins og einnig með varaliði félagsins í 4. deildinni í Þýskalandi.

Í nóvember árið 2009 spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins og var það heldur betur eftirminnilegur leikur því hann skoraði jöfnunarmark gegn Bayern Munchen og var valinn maður leiksins.  Þetta tímabil spilaði hann alls 20 leiki fyrir Schalke og þá sem afturliggjandi miðjumaður.

Þar sem hann er af kamerúnskum ættum vildi landslið Kamerún fá hann til að spila fyrir landið og eftir nokkuð langar samningaviðræður ákvað hann að slá til og aðeins 18 ára að aldri spilaði hann sinn fyrsta landsleik gegn Ítalíu í vináttuleik.  Hann tók svo þátt í HM árið 2010 og aftur fjórum árum seinna í Brasilíu þar sem hann skoraði eitt mark í riðlakeppninni gegn heimamönnum.

Áfram hélt Matip að spila vel fyrir Schalke og oftar en ekki var hann hluti af varnarlínunni, þá sem bakvörður en einnig var hann á stundum á miðjunni.  Það var svo tímabilið 2011-12 sem hann hóf að spila sem miðvörður og þaðan var ekki aftur snúið.  Hann myndaði sterkt miðvarðapar með Benedikt Höwedes og á ferli sínum hjá Schalke spilaði hann yfir 200 leiki.

Hann vann til tveggja verðlauna með liðinu en árið 2011 vannst bikarkeppnin sem og ofurbikarinn seinna það sama ár.

Matip verður 25 ára á þessu ári og er því væntanlega sín bestu ár sem varnarmaður framundan.  Hann er sterkur og góður tæklari og hræðist ekki líkamleg átök við sóknarmenn andstæðinganna.  Hann er einnig öruggur á boltann og nýtir hann þar þau ár sem hann spilaði sem miðjumaður.  Ekki skemmir fyrir að hann er 193 cm á hæð og ætti því að vera ógn í vítateig andstæðinganna í föstum leikatriðum.

Tölfræðin fyrir Joel Matip

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2016/2017 29 - 1 0 - 0 3 - 0 0 - 0 0 - 0 32 - 1
2017/2018 25 - 1 2 - 0 0 - 0 8 - 0 0 - 0 35 - 1
2018/2019 22 - 1 0 - 0 1 - 0 8 - 0 0 - 0 31 - 1
2019/2020 9 - 1 1 - 0 0 - 0 1 - 0 2 - 1 13 - 2
2020/2021 10 - 1 0 - 0 0 - 0 2 - 0 0 - 0 12 - 1
2021/2022 31 - 3 1 - 0 4 - 0 7 - 0 0 - 0 43 - 3
2022/2023 14 - 1 1 - 0 1 - 0 4 - 1 1 - 0 21 - 2
2023/2024 10 - 0 0 - 0 1 - 0 3 - 0 0 - 0 14 - 0
Samtals 150 - 9 5 - 0 10 - 0 33 - 1 3 - 1 201 - 11

Fréttir, greinar og annað um Joel Matip

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil