Thiago
- Fæðingardagur:
- 11. apríl 1991
- Fæðingarstaður:
- Ítalía
- Fyrri félög:
- Barcelona, Bayern Munchen
- Kaupverð:
- £ 20000000
- Byrjaði / keyptur:
- 18. september 2020
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Thiago Alcântara var keyptur til félagsins í september 2020 frá Bayern München. Hann er fæddur á Ítalíu en faðir hans, Mazinho, var atvinnnumaður þar og var m.a. hluti af sigurliði Brasilíu á HM árið 1994. Hann ólst þó að mestu leyti upp á Spáni og gekk til liðs við Akademíu Barcelona, La Masia.
Hann fékk auðvitað úrvals knattspyrnumenntun hjá spænska stórliðinu og árið 2009 fékk hann sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Barcelona, þá undir stjórn Pep Guardiola. Næstu ár þar á eftir var hann fastamaður í sigursælu liði Börsunga.
Thiago var gjaldgengur með landsliðum Spánar og var hann hluti af liðunum sem unnu EM U-21 árs landsliða árin 2011 og 2013. Í úrslitaleiknum árið 2013 átti Thiago stórleik og skoraði þrennu. Seinna það sumar fylgdi hann svo Guardiola til Þýskalands og Bayern München. Það er skemmst frá því að segja að Thiago var sigursæll í Þýskalandi en Bayern unnu þýska meistaratitilinn öll þau sjö ár sem hann var þar, fjórum sinnum vannst þýski bikarinn og heimsmeistaratitill félagsliða bættist einnig í safnið ásamt sigri í Meistaradeildinni árið 2020.
Nokkrum vikum eftir sigurinn í Meistaradeild var framtíð Thiago óráðin en orðrómar um að hann myndi ganga til liðs við Liverpool gerðust sífellt háværari. Það endaði með því að hann skrifaði undir langtíma samning við félagið.
Þegar hann hafði skrifað undir hafði hann þetta að segja: ,,Árin líða og maður reynir að vinna allt sem hægt er að vinna, þegar það tekst svo vill maður bara vinna meira."
,,Ég held að félagið og ég séum mjög svipuð. Ég vil ná öllum markmiðum sem sett eru og vinna eins marga bikara og hægt er. Félagið er einnig með þessa fjölskyldu tilfinningu sem mér finnst ég þurfa að hafa. Ég er viss um að ég muni finna þessa tengingu hér."
Tveimur dögum eftir félagsskiptin spilaði Thiago sinn fyrsta leik, þegar hann kom inná í hálfleik í 0-2 sigri gegn Chelsea á útivelli. Hann meiddist svo illa á hné í nágrannaslag við Everton í október og hafði það mikil áhrif á spilatíma hans það sem eftir lifði ársins en fljótlega eftir áramótin komst hann aftur í gang.
Tímabilið 2021-22 spilaði hann svo 39 leiki í öllum keppnum, þar af 25 í deildinni. Þegar Deildarbikarinn vannst fyrr á því tímabili þurfti Thiago hinsvegar að draga sig út úr byrjunarliðinu rétt fyrir leik og voru það mikil vonbrigði fyrir hann. Þau vonbrigði voru þó að baki þegar FA bikarinn vannst í maí, aftur gegn Chelsea og þá var okkar maður í byrjunarliðinu.
Tölfræðin fyrir Thiago
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
2020/2021 | 24 - 1 | 2 - 0 | 0 - 0 | 4 - 0 | 0 - 0 | 30 - 1 |
2021/2022 | 25 - 1 | 4 - 0 | 0 - 0 | 10 - 1 | 0 - 0 | 39 - 2 |
2022/2023 | 18 - 0 | 3 - 0 | 1 - 0 | 5 - 0 | 1 - 0 | 28 - 0 |
2023/2024 | 1 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 1 - 0 |
Samtals | 68 - 2 | 9 - 0 | 1 - 0 | 19 - 1 | 1 - 0 | 98 - 3 |
Fréttir, greinar og annað um Thiago
Fréttir
-
| Sf. Gutt
Thiago Alcantara leggur skóna á hilluna! -
| Sf. Gutt
Thiago enn og aftur úr leik -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Fer Thiago frá Liverpool? -
| Sf. Gutt
Thiago úr leik -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Thiago úr leik -
| Sf. Gutt
Thiago úr leik af undarlegum orsökum -
| Sf. Gutt
Thiago úr leik -
| Grétar Magnússon
Mark tímabilsins -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Sf. Gutt
Tileinkaði varamönnunum fyrsta markið! -
| Sf. Gutt
Auðveld ákvörðun -
| HI
Thiago frá í nokkrar vikur í viðbót -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| HI
Thiago greindur með Covid 19 -
| Sf. Gutt
Tiago Alcantara strax í metabækur
Í nærmynd
Skoða önnur tímabil