Xabi Alonso
- Fæðingardagur:
- 25. nóvember 1981
- Fæðingarstaður:
- Tolosa, Spáni
- Fyrri félög:
- Eibar (í láni), Real Sociedad
- Kaupverð:
- £ 10700000
- Byrjaði / keyptur:
- 29. ágúst 2004
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Xabi Alonso hefur heillað stuðningsmenn Liverpool á þeim tíma sem hann hefur leikið fyrir hönd félagsins. Það má ljóst vera að Xabi er frábær miðvallarleikmaður og styrkti lið Liverpool mjög þegar hann kom til félagsins.. Eitt er það þó öðru fremur sem hefur heillað stuðningsmenn Liverpool. Það eru sendingarnar hans. Hann virðist geta sent boltann nákvæmlega þangað sem hann vill. Þessari hæfni hans hefur verið líkt við einn mesta sendingarmeistara í sögu Liverpool. Margir stuðninsmenn Liverpool segja að aðrar eins sendingar hafi ekki sést á Anfield Road frá því Jan Mölby var og hét.
Xabi var aðeins 19 vetra þegar hann fetaði í fótspor Periko pabba síns þegar hann lék sinn fyrsta deildarleik með Real Sociedad í byrjun árs 2001. Mikel, eldri bróðir hans, er enn leikmaður með Baskaliðinu. Xabi festi sig fljótlega í sessi í aðalliðinu og undanfarin ár hefur hann skapað sér nafn sem einn besti miðvallarleikmaður Spánar. Hann hefur nú þegar leikið á annan tug landsleikja fyrir Spán. Það eru líka margir sem telja hann einn þann besta í sinni stöðu í allri Evrópu. Það var því ekki að undra að Rafael Benítes legði mikla áherslu á að fá hann til Englands.
Rafael Benítes sagði komu þeirra Xabi og Luis Garcia vera hinu raunverulegu byrjun á valdatíma sínum hjá Liverpool. Hann hefur þetta að segja um landa sinn. "Xabi getur skilað varnarhlutverki á miðjunni eða verið sókndjarfur. Hann er ekki grimmur leikmaður en hann hefur góðan skilning á því hvernig er best að staðsetja sig. Hann getur líka skotið góðum skotum utan vítateigs."
Xabi vildi ólmur ganga lið liðs við Liverpool þegar hann frétti af áhuga félagsins. Áhugi Real Madrid skipti hann engu máli. "Þegar ég frétti að Liverpool hefði áhuga á mér þá var valið auðvelt því Liverpool er mikilvægt félag bæði á Englandi og í Evrópu. Það var mér kappsmál að koma hingað og ég vona að ég geti stuðlað að áframhaldandi velgengni félagsins." Áður en Xabi tók lokaákvörðun sína ráðfærði hann sig þó við einn af fyrrverandi leikmönnum Liverpool. Sander Westerveld, fyrrum félagi Xabi hjá Real Soociedad, herti hann í ákvörðun sinni. "Sander sagði mér að það yrði vel hugsað um mig hérna. Hann sagði borgina dásamlega. Það sama gilti um leikvanginn og andrúmsloftið hérna væri frábært." Hollendingurinn talaði þarna af reynslunni og Xabi varð þaðan í frá harðákveðinn í að fara til Englands.
Xabi er mikill atvinnumaður og áður en hann fékk tækifæri á að leika með Liverpool horfði hann á myndbönd með fyrstu leikjum liðsins á leiktíðinni. Hann varð strax einn af lykilmönnum liðsins.
Fyrsti leikur Alonso fyrir Liverpool var gegn Bolton árið 2004. Fyrsta leiktíð hans gekk eins og í sögu þar til hann ökklabrotnaði eftir tæklingu Frank Lampard á nýjársdag 2005. Hann var frá í þrjá mánuði og snéri aftur í seinni viðureign Liverpool og Juventus í Meistaradeild Evrópu.
Hann átti mikinn þátt í hinum ógleymanlega sigri á AC Milan í úrslitum Meistaradeildarinnar í Istanbul árið 2005 en þá skoraði hann jöfnunarmark Liverpool eftir að liðið lenti 3-0 undir í hálfleik.
Næsta leiktíð, 2005-2006, var góð hjá Xabi og bar þar helst upp úr þegar hann skoraði með skoti fyrir aftan miðju í bikarleik gegn Luton og gerði einn heppinn stuðningsmann ríkari en hann veðjaði á að hann myndi skora frá sínum vallarhelmingi á tímabilinu.
Tímabilið 2006-2007 skoraði hann aftur frá sínum vallarhelmingi og þá gegn Newcastle United og hann lék í sínum öðrum úrslitaleik Meistaradeildarinnar og þá í tapleik gegn AC Milan.
Sumarið 2007 skrifaði hann undir fimm ára samning við Liverpool og tímabilið eftir einkenndist því miður af meiðslum og náði hann sér ekki á strik þá leiktíð. Eftir þá leiktíð var talið að hann væri kominn á sölulista Liverpool sem freistaði þess að fá Gareth Barry til félagsins og þyrfti Xabi þá að víkja til að skapa pening fyrir kaupunum, Alonso var þó ekki seldur en Juventus voru að bera glyrnur sínar í hann það sumar.
Hann var svo í Evrópumeistaraliði Spánverja sumarið 2008 og tók hann þátt í þremur leikjum keppninnar og bar einnig fyrirliðabandið í loka leik riðlakeppninnar.
Síðasta leiktíð, 2008-2009, var hans allra besta leiktíð og sú síðasta hjá Liverpool en hann var lykilmaður í flest öllum sóknaraðgerðum liðsins og skoraði hann til að mynda fjögur góð mörk á leiktíðinni. Spænska stórliðið Real Madrid fór að sýna honum áhuga í sumar og þrátt fyrir vilja Rafael Benítez til að halda honum þá kom það ekki í veg fyrir að hann gengi í raðir félagsins fyrir rúmar 30 milljónir punda, sem er það mesta sem Liverpool hefur fengið fyrir leikmann sinn.
Tölfræðin fyrir Xabi Alonso
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
2004/2005 | 24 - 2 | 0 - 0 | 0 - 0 | 8 - 1 | 0 - 0 | 32 - 3 |
2005/2006 | 35 - 3 | 5 - 2 | 0 - 0 | 10 - 0 | 3 - 0 | 53 - 5 |
2006/2007 | 32 - 4 | 1 - 0 | 2 - 0 | 15 - 0 | 1 - 0 | 51 - 4 |
2007/2008 | 19 - 2 | 3 - 0 | 1 - 0 | 4 - 0 | 0 - 0 | 27 - 2 |
2008/2009 | 32 - 3 | 3 - 0 | 1 - 0 | 10 - 1 | 0 - 0 | 46 - 4 |
Samtals | 142 - 14 | 12 - 2 | 4 - 0 | 47 - 2 | 4 - 0 | 209 - 18 |
Fréttir, greinar og annað um Xabi Alonso
Fréttir
-
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Frábært að koma til Liverpool! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegt afrek hjá Xabi Alonso! -
| Sf. Gutt
Útséð um Xabi Alonso! -
| Sf. Gutt
Xabi Alonso orðinn framkvæmdastjóri -
| HI
Liverpoolklúbburinn styrkir Umhyggju -
| Sf. Gutt
Snýr Xabi aftur? -
| Heimir Eyvindarson
Alonso vonar að Liverpool komist áfram -
| Sf. Gutt
Xabi Alonso kemur ekki -
| Sf. Gutt
Kemur Xabi Alonso aftur? -
| Sf. Gutt
Xabi Alonso í liði ársins -
| Sf. Gutt
Xabi Alonso styður Rafa! -
| Sf. Gutt
Xabi Alonso þakkar fyrir sig! -
| Mummi
Samkomulag í höfn við Real Madrid -
| Grétar Magnússon
Alonso biður formlega um að vera seldur -
| Heimir Eyvindarson
Ef þú vilt fara - drífðu þig þá! -
| HI
Hart deilt um Alonso -
| HI
Spyrjið Alonso um framtíðina -
| Sf. Gutt
Carra vill leysa úr málinu -
| Heimir Eyvindarson
Xabi vill fara til Real
Skoða önnur tímabil