Jay Spearing

Fæðingardagur:
25. nóvember 1988
Fæðingarstaður:
Wirral
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2007
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Jay Spearing útskrifaðist frá Akademíunni sumarið 2007 og hóf þá æfingar á Melwood.

Þessi miðjumaður (og stundum varnarmaður) var fyrirliði U-18 ára liðsins þegar það vann FA Unglingabikarinn í annað sinn árið 2007. Vegna fótbrots missti hann að mestu af bikarsigrinum árið 2006 en hann kom þó inná sem varamaður í úrslitaleiknum gegn Manchester City.

Í maí 2007 var Spearing valinn besti maður Torneo di Renate mótsins eftir að U-20 ára lið Liverpool atti kappi við lið eins og AC Milan og Parma.

Spearing átti svo stóran þátt í velgengni varaliðsins tímabilið 2007-08. Þrátt fyrir dapurt gengi varaliðsins á síðasta tímabili þá þótti leikur hans vera mjög öflugur og fékk hann tækifæri í tveimur Meistaradeildar leikjum á síðustu leiktíð, fyrri leikurinn var þegar hann kom inn á sem varamaður gegn PSV og sá síðari var í stórsigrinum á Real Madrid, þar þótti hann standa sig gífurlega vel og gaf hann sterkum leikmönnum Madrídinga ekkert eftir.

Alltaf er beðið eftir því að nýjir uppaldir leikmenn komi fram og hafi sömu á félagið eins og þeir Jamie Carragher, Steven Gerrard, Robbie Fowler eða Michael Owen hafa eða höfðu gert. Miðað við góða framgöngu hans þá er aldrei að vita nema hann verði næsta hetja Liverpool en líklegt er að tækifærum hans með aðalliðinu gæti farið fjölgandi.
Hann skrifaði undir nýjan samning við Liverpool í júlí mánuði 2009 og sá samningur mun halda honum hjá Liverpool til ársins 2012.

Tölfræðin fyrir Jay Spearing

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2008/2009 0 - 0 0 - 0 0 - 0 2 - 0 0 - 0 2 - 0
2009/2010 3 - 0 0 - 0 2 - 0 0 - 0 0 - 0 5 - 0
2010/2011 11 - 0 0 - 0 1 - 0 8 - 0 0 - 0 20 - 0
2011/2012 17 - 0 4 - 0 5 - 0 0 - 0 0 - 0 26 - 0
2012/2013 0 - 0 0 - 0 0 - 0 3 - 0 0 - 0 3 - 0
Samtals 31 - 0 4 - 0 8 - 0 13 - 0 0 - 0 56 - 0

Fréttir, greinar og annað um Jay Spearing

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil