Alex Oxlade-Chamberlain

Fæðingardagur:
15. ágúst 1993
Fæðingarstaður:
Portsmouth
Fyrri félög:
Southampton, Arsenal
Kaupverð:
£ 35000000
Byrjaði / keyptur:
31. ágúst 2017
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Alex Oxlade-Chamberlain var keyptur til félagsins á lokadegi sumargluggans 2017 frá Arsenal.  Hann hafnaði nýjum samningi við Arsenal og þegar Chelsea reyndu að kaupa hann sagði hann einfaldlega nei því hann hafði mestan áhuga á því að ganga til liðs við Liverpool.  Ósk hans var uppfyllt og eftir snöggar samningaviðræður var hann kynntur sem leikmaður Liverpool.

Oxlade-Chamberlain hóf ferilinn hjá Southampton sjö ára að aldri og þótti snemma sýna mikla hæfileika.  Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið aðeins 16 ára gamall í mars 2010 og tímabilið þar á eftir var hann reglulega byrjunarliðsmaður þegar félagið tryggði sér sæti í ensku Championship deildinni (næst efstu deild).

Hann skoraði 9 mörk í 34 leikjum á þessu tímabili og var valinn í yngra úrvalslið deildarinnar aðeins 17 ára gamall.  Það var því ljóst að stærri félög á Englandi höfðu áhuga á honum.

Hann gekk til liðs við Arsenal og spilaði hann alls 26 leiki fyrir félagið á sínu fyrsta tímabili.  Í kjölfarið var hann svo í landsliðshópi Englendinga á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2012.  Stuttu fyrir það mót spilaði hann svo sinn fyrsta landsleik fyrir England, nánar tiltekið gegn Noregi í Osló.

Á ferli sínum hjá Arsenal spilaði hann 198 leiki og skoraði í þeim 20 mörk og hefur hann einnig reglulega verið byrjunarliðsmaður hjá enska landsliðinu.

Tölfræðin fyrir Alex Oxlade-Chamberlain

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2017/2018 32 - 3 2 - 0 1 - 0 7 - 2 0 - 0 42 - 5
2018/2019 2 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 2 - 0
2019/2020 30 - 4 2 - 0 2 - 1 5 - 3 4 - 0 43 - 8
2020/2021 13 - 1 1 - 0 0 - 0 3 - 0 0 - 0 17 - 1
2021/2022 17 - 2 2 - 0 4 - 1 6 - 0 0 - 0 29 - 3
2022/2023 9 - 1 1 - 0 2 - 0 1 - 0 0 - 0 13 - 1
Samtals 103 - 11 8 - 0 9 - 2 22 - 5 4 - 0 146 - 18

Fréttir, greinar og annað um Alex Oxlade-Chamberlain

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil