Sami Hyypiä

Fæðingardagur:
07. október 1973
Fæðingarstaður:
Porvoo, Finnlandi
Fyrri félög:
Mypa 47, Willem II
Kaupverð:
£ 2500000
Byrjaði / keyptur:
19. maí 1999
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Fjöldi aðdáenda Liverpool eru þegar farnir að setja Finnann Sami Hyypia á sama stall og goðsagnarkennda varnarmenn fyrrum sigursælla liða Liverpool. Bill Shankly hvatti blaðamenn til þess að ganga í kringum Ron Yeats og virða fyrir sér þennan risavaxna mann sem átti eftir að vera einn burðarása meistaraliða Shankly. Síðan kom hinn mikli harðjaxl Tommy Smith, sem tæklaði ljósastaura ef svo bar undir og nuddaði joði í opin sár sín rétt til þess að trekkja sig áfram. Emlyn Hughes fylgdi í kjölfarið, hinn dæmigerði innfæddi Liverpoolbúi og skein leikgleði hans í gegn og hvatti aðra til dáða. Phil Thompson kom fram á sjónarsviðið og síðan miðvarðarparið Mark Lawrenson og Alan Hansen sem fá lið sáu færi á. Síðan hefur úrvalið verið af skornum skammti.

Anfieldvirkið "Fortress Anfield" er nú orðið að veruleika aftur og Finninn á stóran þátt í því. Það þykir með hreinum ólíkindum að Hyypia fékk ekki eitt einasta spjald á sig tímabilið 2000-2001 þrátt fyrir að hafa leikið 63 leiki. Hann var kosinn leikmaður tímabilsins tvö ár í röð af Liverpool-klúbbnum á Íslandi. "Kletturinn" er einstaklega yfirvegaður leikmaður og skilar sínu hlutverki nánast óaðfinnanlega. Sami Hyypia er búinn að skapa sér nafn sem einn besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
 
Sami Hyypia lék stórt hlutverk í að gera Liverpool að Evrópumeisturum tímabilið 2004-2005 þar sem hann skoraði til að mynda mikilvægt mark gegn Juventus í átta liða úrslitum keppninnar.

Síðasta leiktíð, 2008-2009, var loka leiktíð hans hjá Liverpool en hann gekk til liðs við Bayer Leverkusen í Þýskalandi eftir að samningur hans við Liverpool rann út eftir núliðið tímabil. Síðasti leikur hans í treyju Liverpool var þegar hann kom inn á sem skiptimaður þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af lokaleik tímabilsins en stuðningsmenn Liverpool á Anfield klöppuðu honum lof í lófa og sungu nafn hans út leiktímann og var þetta tilfinnungaþrungin kveðjustund fyrir bæði Sami Hyypia og stuðningsmenn Liverpool. Hann lék 464 leiki fyrir hönd Liverpool á tíu árum sínum hjá félaginu.

Þrátt fyrir að þessi mikla goðsögn hafi yfirgefið félagið til að fá meiri spilatíma út feril sinn þá er hann ávallt velkominn aftur á Anfield og hefur Rafa Benítez boðið honum að snúa aftur til félagsins þegar hann telur sig tilbúinn og gerast þjálfari hjá liðinu, Sami Hyypia tekur vel í þá strengi og dreymir honum um að snúa aftur til Liverpool áður en langt um líður.

Tölfræðin fyrir Sami Hyypiä

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
1999/2000 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
1999/2000 38 - 2 2 - 0 2 - 0 0 - 0 0 - 0 42 - 2
2000/2001 35 - 3 6 - 0 6 - 1 11 - 0 0 - 0 58 - 4
2001/2002 37 - 3 2 - 0 1 - 0 15 - 2 2 - 0 57 - 5
2002/2003 36 - 3 3 - 0 4 - 0 12 - 2 1 - 0 56 - 5
2003/2004 38 - 4 4 - 0 1 - 0 8 - 1 0 - 0 51 - 5
2004/2005 32 - 2 1 - 0 1 - 0 15 - 1 0 - 0 49 - 3
2005/2006 36 - 1 6 - 1 1 - 0 13 - 0 3 - 0 59 - 2
2006/2007 23 - 2 0 - 0 1 - 1 5 - 0 0 - 0 29 - 3
2007/2008 27 - 1 4 - 1 0 - 0 13 - 2 0 - 0 44 - 4
2008/2009 16 - 1 1 - 0 2 - 1 0 - 0 0 - 0 19 - 2
Samtals 318 - 22 29 - 2 19 - 3 92 - 8 6 - 0 464 - 35

Fréttir, greinar og annað um Sami Hyypiä

Fréttir

Skoða önnur tímabil