Ryan Babel

Fæðingardagur:
19. desember 1986
Fæðingarstaður:
Amsterdam, Hollandi
Fyrri félög:
Ajax Amsterdam
Kaupverð:
£ 11500000
Byrjaði / keyptur:
13. júlí 2007
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Babel skrifaði undir atvinnumannasamning hjá Ajax í janúar 2004 eftir að hafa farið í gegnum hina margrómuðu unglingaakademíu félagsins síðan hann kom þangað árið 1998. Hann lék fyrsta leik sinn fyrir Ajax í 4-0 sigri á ADO Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni 1. febrúar 2004. Ajax vann meistaratitillinn það tímabil og hefur ekki unnið hann síðan. Þetta reyndist eini leikur hans á þessu tímabili. Babel kom meira við sögu næsta tímabil, lék 24 leiki og skoraði 8 mörk. Hann komst einnig í landsliðið og lék sinn fyrsta landsleik í vináttuleik gegn Rúmeníu 26. mars 2005. Hann skoraði mark í 2-0 sigri eftir að hann kom inná sem varamaður. Babel lék reglulega eftir það, lék alls 111 leiki og skoraði 24 mörk á ferli sínum hjá Ajax.

Babel er reynslumikill leikmaður þrátt fyrir að vera ungur að aldri. Hann var í leikmannahópi Marco van Basten á HM 2006 og lék einn leik sem varamaður gegn Argentínu í riðlakeppninni. Babel var hins vegar lykilmaður í U-21 árs landsliði Hollendinga sem varð Evrópumeistari sumarið 2007. Babel var á sínum tíma þriðji dýrasti leikmaðurinn í sögu Liverpool þegar hann var keyptur á ellefu og hálfa milljón punda.
Frumraun hans hjá Liverpool var þegar hann kom inn á sem skiptimaður gegn Aston Villa í ágúst 2007, en ferill hans hjá Liverpool hefur að mörgu leyti einkennst af skiptimannahlutverki.

Fyrsta mark hans kom í byrjun september 2007 þegar hann skoraði glæsilegt mark gegn Derby County þar sem hann lét tvö varnarmenn mótherjans líta út eins og keilur með einni gabbhreyfingu áður en hann skoraði með góðu skoti. Níu mörk fylgdu í kjölfarið á tímabilinu og þar á meðal glæsilegt mark með hælspyrnu í stórsigri Liverpool á Besiktas.

Á síðustu leiktíð var búist við stórum hlutum frá Babel enda stóð hann sig mjög vel á sinni fyrstu leiktíð en svo virtist sem hann hefði ekki náð að byggja á þeim árangri og reynslu sem hann hlaut af fyrra tímabilinu.

Babel skoraði mikilvægt mark fyrir Liverpool þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Manchester United á Anfield Road, en hann skoraði þrjú önnur mörk á tímabilinu í 42 leikjum og í flestum þeirra kom hann enn inn á sem skiptimaður.

Rafael Benítez hefur skorað á hann að bæta sig í leikkerfum liðsins og þá muni hann fá fleiri tækifæri og svo virðist sem hann ætli að taka þeirri áskorun en lengi vel voru orðrómar um að hann gæti verið á förum frá félaginu.

Tölfræðin fyrir Ryan Babel

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2007/2008 30 - 4 4 - 1 2 - 0 13 - 5 0 - 0 49 - 10
2008/2009 26 - 3 3 - 0 2 - 0 10 - 1 0 - 0 41 - 4
2009/2010 25 - 4 1 - 0 2 - 0 10 - 2 0 - 0 38 - 6
2010/2011 9 - 1 1 - 0 1 - 0 6 - 1 0 - 0 17 - 2
Samtals 90 - 12 9 - 1 7 - 0 39 - 9 0 - 0 145 - 22

Fréttir, greinar og annað um Ryan Babel

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil