John Arne Riise

Fæðingardagur:
24. september 1980
Fæðingarstaður:
Ålesund, Noregi
Fyrri félög:
Ålesund, Mónakó
Kaupverð:
£ 4000000
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2001
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Riise var keyptur til Mónakó frá 2. deildarliðinu Álasundi í Noregi aðeins 17 ára að aldri fyrir um 700.000 pund sumarið 1998. Þetta vakti að vonum mikla athygli og menn fylgdust grannt með þessum unga pilti. Riise var einn af lykilmönnum Mónakó er þeir unnu franska meistaratitillinn tímabilið 1999-2000. Eftir að Jean Tigana fór frá Mónakó sumarið 1999, fór Riise að ókyrrast og það kunni ekki nýi stjórinn að meta og setti hann út í kuldann. Leeds reyndi þá að kaupa hann en komst ekki að samkomulagi við Mónakó. Það stefndi allt í að hann myndi skrifa undir hjá gamla lærimeistaranum sínum Jean Tigana hjá Fulham. Hann var búinn að samþykkja kaup og kjör þegar Houllier hafði samband við Mónakó og bauð hærri upphæð í hann og umsboðsteymi Riise fékk þau skilaboð frá Mónakó að taka Liverpool framyfir Fulham.

Riise er eldsnöggur og hefur afar öflugan vinstri fót sem er vel liðtækur þegar kemur að aukaspyrnum í góðu skotfæri. Riise lék í stöðu vinstri bakvarðar hjá Mónakó en hóf feril sinn á vinstri kantinum og leikur þá stöðu með landsliðinu. Hann er firnasterkur enda leggur hann meira á sig en flestir leikmenn við æfingar til að byggja upp líkamlegan styrk sinn. Það er ljóst að þarna er gríðarlega öflugur leikmaður á ferð sem hefur hlotið góða skólun í Frakklandi í 3 ár. Hann hefur tækni og kraft til að standast ströngustu inntökuskilyrði í ensku úrvalsdeildina.

Riise sló í gegn á sínu fyrsta tímabili og hefur síðan átt fast sæti í byrjunarliðinu bæði undir stjórn Houllier og Benítez.

Tímabilið 2007-2008 var ekki gott fyrir Riise og átti hann ekki marga góða leiki fyrir liðið. Hann skoraði t.a.m. ekki eitt einasta mark á öllu tímabilinu en það er eitthvað sem stuðningsmennirnir áttu ekki ekki að venjast. Honum tókst þó að skora tvö sjálfsmörk á tímabilinu og var það síðara sérstaklega dýrkeypt en það var jöfnunarmark Chelsea í fyrri leik undanúrslita Meistaradeildarinnar á Anfield. Kom markið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Eftir það mátti í raun segja að dagar Riise hjá Liverpool hafi verið taldir og var hann seldur til Roma fyrir 4 milljónir punda í júlí 2008.

Tölfræðin fyrir John Arne Riise

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2001/2002 38 - 7 2 - 0 0 - 0 14 - 0 2 - 1 56 - 8
2002/2003 37 - 6 3 - 0 4 - 0 11 - 0 1 - 0 56 - 6
2003/2004 28 - 0 1 - 0 2 - 0 4 - 0 0 - 0 35 - 0
2004/2005 37 - 6 0 - 0 5 - 1 15 - 1 0 - 0 57 - 8
2005/2006 32 - 1 6 - 3 0 - 0 11 - 0 3 - 0 52 - 4
2006/2007 33 - 1 1 - 0 1 - 1 12 - 2 1 - 1 48 - 5
2007/2008 29 - 0 4 - 0 1 - 0 10 - 0 0 - 0 44 - 0
Samtals 234 - 21 17 - 3 13 - 2 77 - 3 7 - 2 348 - 31

Fréttir, greinar og annað um John Arne Riise

Fréttir

Skoða önnur tímabil